Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2020 16:21 Fimmmenningarnir sem komnir eru í ný hlutverk hjá Síldarvinnslunni. Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði. Greint er frá breytingunum í fréttatilkynningu. Síldarvinnslan er með fiskmjölsverksmiðjur á Norðfirði, Seyðisfirði og Keflavík en aðalskrifstofan er á Norðfirði. Í stöðu rekstrarstjóra útgerðar var ráðinn Grétar Örn Sigfinnsson. Grétar er skipa- og véltæknifræðingur að mennt en hann hefur síðustu árin stýrt viðhaldsmálum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Hann hefur mikla reynslu af viðhaldsmálum í sjávarútvegi og hefur einnig starfað á þeim vettvangi hjá Alcoa Fjarðaáli, Mannviti, Bechtel og fleiri fyrirtækjum. Grétar mun taka við starfi rekstrarstjóra útgerðar af Karli Jóhanni Birgissyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir langt og afar farsælt starf hjá fyrirtækinu. Til að stýra viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu hefur verið ráðinn Ívar Dan Arnarson. Ívar er vélstjóri og rafvirki að mennt og hefur hann starfað að viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu sl. þrjú ár. Áður gegndi Ívar starfi vélstjóra á Bjarti NK og Barða NK og starfaði sem vélvirki hjá Launafli á Reyðarfirði sem annast viðhaldsverkefni í álveri Alcoa Fjarðaáls. Reynslubolti í iðnaði færir sig til Í stöðu rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar var ráðinn Geir Sigurpáll Hlöðversson. Geir Sigurpáll er verkfræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af iðnaði, en hann starfaði hjá Alcoa-Fjarðaáli frá upphafi og fram á síðasta ár. Síðustu fimm árin hjá Alcoa Fjarðaáli gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra málmsteypu, en var áður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála. „Mun reynsla Geir Sigurpáls nýtast afar vel við rekstur fiskiðjuversins sem verður sífellt tæknivæddara og þar sem ávallt eru gerðar meiri kröfur um öryggi starfsfólks og gæði afurða,“ segir í tilkynningunni. Staða rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar er ný af nálinni og mun sá sem henni gegnir sinna fjölþættum verkefnum sem tengjast áframhaldandi framþróun vinnslunnar. Þá hefur Hafþór Eiríksson verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra fiskimjölsverksmiðja. Hafþór er vél- og orkutæknifræðingur að mennt og hefur gegnt starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað frá árinu 2016. Áður starfaði Hafþór sem viðhaldssérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli. Hafþór tekur við starfinu af Gunnari Sverrissyni sem hefur sinnt því frá árinu 2012 ásamt því að gegna starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Eggert inn fyrir reynsluboltann Gunnar Gunnar lét af störfum 1. júlí sl. eftir að hafa starfað við fiskimjölsiðnaðinn í 47 ár. Gunnar hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins árið 1973 og starfaði síðan hjá SR-mjöli. „Hann hóf störf á Seyðisfirði árið 1982. Fáir eða engir hafa jafn mikla reynslu af störfum við fiskimjölsiðnaðinn og Gunnar og hefur Síldarvinnslan verið afar heppin að fá að njóta starfskrafta hans,“ segir í tilkynningu. Við starfi Gunnars sem verksmiðjustjóri á Seyðisfirði tekur Eggert Ólafur Einarsson. Eggert er meistari í járniðnum og gegndi áður starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík frá árinu 1998. Vistaskipti Sjávarútvegur Seyðisfjörður Fjarðabyggð Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði. Greint er frá breytingunum í fréttatilkynningu. Síldarvinnslan er með fiskmjölsverksmiðjur á Norðfirði, Seyðisfirði og Keflavík en aðalskrifstofan er á Norðfirði. Í stöðu rekstrarstjóra útgerðar var ráðinn Grétar Örn Sigfinnsson. Grétar er skipa- og véltæknifræðingur að mennt en hann hefur síðustu árin stýrt viðhaldsmálum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Hann hefur mikla reynslu af viðhaldsmálum í sjávarútvegi og hefur einnig starfað á þeim vettvangi hjá Alcoa Fjarðaáli, Mannviti, Bechtel og fleiri fyrirtækjum. Grétar mun taka við starfi rekstrarstjóra útgerðar af Karli Jóhanni Birgissyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir langt og afar farsælt starf hjá fyrirtækinu. Til að stýra viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu hefur verið ráðinn Ívar Dan Arnarson. Ívar er vélstjóri og rafvirki að mennt og hefur hann starfað að viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu sl. þrjú ár. Áður gegndi Ívar starfi vélstjóra á Bjarti NK og Barða NK og starfaði sem vélvirki hjá Launafli á Reyðarfirði sem annast viðhaldsverkefni í álveri Alcoa Fjarðaáls. Reynslubolti í iðnaði færir sig til Í stöðu rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar var ráðinn Geir Sigurpáll Hlöðversson. Geir Sigurpáll er verkfræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af iðnaði, en hann starfaði hjá Alcoa-Fjarðaáli frá upphafi og fram á síðasta ár. Síðustu fimm árin hjá Alcoa Fjarðaáli gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra málmsteypu, en var áður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála. „Mun reynsla Geir Sigurpáls nýtast afar vel við rekstur fiskiðjuversins sem verður sífellt tæknivæddara og þar sem ávallt eru gerðar meiri kröfur um öryggi starfsfólks og gæði afurða,“ segir í tilkynningunni. Staða rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar er ný af nálinni og mun sá sem henni gegnir sinna fjölþættum verkefnum sem tengjast áframhaldandi framþróun vinnslunnar. Þá hefur Hafþór Eiríksson verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra fiskimjölsverksmiðja. Hafþór er vél- og orkutæknifræðingur að mennt og hefur gegnt starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað frá árinu 2016. Áður starfaði Hafþór sem viðhaldssérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli. Hafþór tekur við starfinu af Gunnari Sverrissyni sem hefur sinnt því frá árinu 2012 ásamt því að gegna starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Eggert inn fyrir reynsluboltann Gunnar Gunnar lét af störfum 1. júlí sl. eftir að hafa starfað við fiskimjölsiðnaðinn í 47 ár. Gunnar hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins árið 1973 og starfaði síðan hjá SR-mjöli. „Hann hóf störf á Seyðisfirði árið 1982. Fáir eða engir hafa jafn mikla reynslu af störfum við fiskimjölsiðnaðinn og Gunnar og hefur Síldarvinnslan verið afar heppin að fá að njóta starfskrafta hans,“ segir í tilkynningu. Við starfi Gunnars sem verksmiðjustjóri á Seyðisfirði tekur Eggert Ólafur Einarsson. Eggert er meistari í járniðnum og gegndi áður starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík frá árinu 1998.
Vistaskipti Sjávarútvegur Seyðisfjörður Fjarðabyggð Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira