Skerðing á leikskólaþjónustu hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 20:04 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Sjá meira
Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Sjá meira