Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 23:30 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. Trump hefur í dag kallað fréttamanninn sem fyrst fjallaði um hin meintu ummæli „óþokka“ og lýst því yfir að reka eigi annan fréttamann sem fjallaði um málið. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Deilt hefur verið hart á forsetann vegna hinna meintu ummæla, m.a. úr herbúðum Joe Biden, andstæðings Trumps í forsetakosningum í nóvember. Trump birti færslur um málið á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann nafngreindi ekki Jeffrey Goldberg, ritstjóra The Atlantic sem fyrstur fjallaði um hin meintu ummæli forsetans, í tístum sínum en ljóst þykir að orðin beinist að honum. Trump hóf tíst sitt á því að hreykja sér af því að hafa endurreist Bandaríkjaher, sem Barack Obama og varaforseta hans, Joe Biden, hefðu gjöreyðilagt í stjórnartíð þeirra. „En svo skáldar óþokkablaðamaður [e. slimeball reporter], ef til vill í samvinnu við óánægt fólk, svona hryllilega ásökun,“ skrifaði Trump. You work so hard for the military, from completely rebuilding a depleted mess that was left by OBiden, to fixing a broken V.A. and fighting for large scale military pay raises, and then a slimeball reporter, maybe working with disgruntled people, makes up such a horrible charge..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Þá beindi Trump spjótum sínum einnig að Jennifer Griffin, fréttamanni Fox News. Stöðin hefur hingað til verið í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. En hann reyndist ekki hrifinn af umfjöllun Griffin, sem kveðst hafa fengið það staðfest frá nafnlausum heimildarmönnum að Trump hafi látið falla ósæmileg ummæli um fallna hermenn. Umfjöllun hennar má sjá hér fyrir neðan. „Það ætti að reka Jennifer Griffin fyrir svona blaðamennsku. Hringdi ekki einu sinni í okkur til að fá viðbrögð. Fox-fréttastofan er búin að vera!“ skrifaði Trump á Twitter í nótt. Jennifer Griffin of Fox News Did Not Confirm ‘Most Salacious‘ Part of Atlantic Story https://t.co/rUpbSWhHac via @BreitbartNews All refuted by many witnesses. Jennifer Griffin should be fired for this kind of reporting. Never even called us for comment. @FoxNews is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Sjálfur hafnar Trump því alfarið að hafa látið nokkuð illt út úr sér um fallna hermenn. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. Trump hefur í dag kallað fréttamanninn sem fyrst fjallaði um hin meintu ummæli „óþokka“ og lýst því yfir að reka eigi annan fréttamann sem fjallaði um málið. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Deilt hefur verið hart á forsetann vegna hinna meintu ummæla, m.a. úr herbúðum Joe Biden, andstæðings Trumps í forsetakosningum í nóvember. Trump birti færslur um málið á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann nafngreindi ekki Jeffrey Goldberg, ritstjóra The Atlantic sem fyrstur fjallaði um hin meintu ummæli forsetans, í tístum sínum en ljóst þykir að orðin beinist að honum. Trump hóf tíst sitt á því að hreykja sér af því að hafa endurreist Bandaríkjaher, sem Barack Obama og varaforseta hans, Joe Biden, hefðu gjöreyðilagt í stjórnartíð þeirra. „En svo skáldar óþokkablaðamaður [e. slimeball reporter], ef til vill í samvinnu við óánægt fólk, svona hryllilega ásökun,“ skrifaði Trump. You work so hard for the military, from completely rebuilding a depleted mess that was left by OBiden, to fixing a broken V.A. and fighting for large scale military pay raises, and then a slimeball reporter, maybe working with disgruntled people, makes up such a horrible charge..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Þá beindi Trump spjótum sínum einnig að Jennifer Griffin, fréttamanni Fox News. Stöðin hefur hingað til verið í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. En hann reyndist ekki hrifinn af umfjöllun Griffin, sem kveðst hafa fengið það staðfest frá nafnlausum heimildarmönnum að Trump hafi látið falla ósæmileg ummæli um fallna hermenn. Umfjöllun hennar má sjá hér fyrir neðan. „Það ætti að reka Jennifer Griffin fyrir svona blaðamennsku. Hringdi ekki einu sinni í okkur til að fá viðbrögð. Fox-fréttastofan er búin að vera!“ skrifaði Trump á Twitter í nótt. Jennifer Griffin of Fox News Did Not Confirm ‘Most Salacious‘ Part of Atlantic Story https://t.co/rUpbSWhHac via @BreitbartNews All refuted by many witnesses. Jennifer Griffin should be fired for this kind of reporting. Never even called us for comment. @FoxNews is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Sjálfur hafnar Trump því alfarið að hafa látið nokkuð illt út úr sér um fallna hermenn.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05
Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00