Serena tapaði uppgjörinu hjá mömmunum og missti af úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 10:00 Victoria Azarenka og Serena Williams voru báðar að keppast við að vinna fyrsta risatitil sinn sem mæður. Samsett/AP/Seth Wenig Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019. Tennis Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira
Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019.
Tennis Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira