Búa sig undir annan fellibyl Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 12:47 Sally er nú yfir Mexíkóflóa og safnar þar krafti. AP/NOAA Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. Óttast er að Sally geti valdið miklum sakaða allt frá Flórída til Louisiana en fellibylurinn Lára fór yfir svæðið í síðasta mánuði. Veðurfræðingar búast við sterkum vindhviðum og að sjór muni ná langt inn á land. Einnig er talið mögulegt að Sally geti valdið skyndiflóðum á komandi dögum. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, hefur biðlað til íbúa um að fylgjast vel með spám og fylgja fyrirmælum þegar þau berast. „Ég veit að fyrri marga virtist þetta óveður koma úr heiðskýru lofti,“ hefur AP fréttaveitan eftir Edwards. „Við þörfnumst þess að allir fylgist vel með óveðrinu. Tökum þessu alvarlega.“ Í Mississippi hafa embættismenn varað við því að útlit er fyrir að Sally nái landi á háflóði og er því búist við miklum sjávarflóðum. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, hefur gert íbúum við strandir ríkisins og lágt liggjandi svæðum að þau þurfi að yfirgefa heimili sín fyrir morgundaginn. Veðurfræðingar segja mögulegt að allt að fimmtungur heimila við ströndina sé á svæðum sem flætt gæti á. Í tísti frá Veðurstofu Bandaríkjanna er tekið undir þessar áhyggjur og er flóðunum lýst sem „einstaklega hættulegum“ og mögulega mannskæðum. Here are the latest Key Messages on #Sally https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/tpdORLQFPS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 14, 2020 Bandaríkin Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. Óttast er að Sally geti valdið miklum sakaða allt frá Flórída til Louisiana en fellibylurinn Lára fór yfir svæðið í síðasta mánuði. Veðurfræðingar búast við sterkum vindhviðum og að sjór muni ná langt inn á land. Einnig er talið mögulegt að Sally geti valdið skyndiflóðum á komandi dögum. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, hefur biðlað til íbúa um að fylgjast vel með spám og fylgja fyrirmælum þegar þau berast. „Ég veit að fyrri marga virtist þetta óveður koma úr heiðskýru lofti,“ hefur AP fréttaveitan eftir Edwards. „Við þörfnumst þess að allir fylgist vel með óveðrinu. Tökum þessu alvarlega.“ Í Mississippi hafa embættismenn varað við því að útlit er fyrir að Sally nái landi á háflóði og er því búist við miklum sjávarflóðum. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, hefur gert íbúum við strandir ríkisins og lágt liggjandi svæðum að þau þurfi að yfirgefa heimili sín fyrir morgundaginn. Veðurfræðingar segja mögulegt að allt að fimmtungur heimila við ströndina sé á svæðum sem flætt gæti á. Í tísti frá Veðurstofu Bandaríkjanna er tekið undir þessar áhyggjur og er flóðunum lýst sem „einstaklega hættulegum“ og mögulega mannskæðum. Here are the latest Key Messages on #Sally https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/tpdORLQFPS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 14, 2020
Bandaríkin Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent