Mikil eftirspurn eftir stuðningslánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2020 21:00 Fækkun ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins hefur haft gríðarleg áhrif á fyrirtæki í geiranum. Vísir/Vilhelm Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ríkistjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir til handa fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Við sögðum frá því í gær að ríkissjóður hefur þegar greitt um 272 fyrirtækjum tæpa átta milljarða í hluta launakostnaðar á uppsagnafresti starfsfólks. Gert er ráð fyrir að allt að 27 milljarða króna fari í heild í úrræðið. Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur sagt í fréttum okkar að þörf sé á frekari úrræðum frá ríkisstjórninni þar sem langflest fyrirtæki í greininni séu að leggjast í dvala. Þá þurfi bankarnir að styðja vel við fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu næstu misseri. Fréttastofa leitaði svara frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka um hver eftirspurnin hefur verið eftir þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa kynnt og hvernig hefur gengið að afgreiða þau í bönkunum. Allir bankarnir hafa fengið fjölmargar umsóknir um stuðningslán með ríkisábyrgð en í upphafi voru veittar allt að tíu milljónir króna með 100% ábyrgð og nú er hægt að sækja um allt að 40 milljónir með 85% ríkisábyrgð. Þessi lán verða veitt til áramóta. Bankarnir hafa veitt 530 slík lán. Hins vegar hafa einungis Arion banki og Landsbanki veitt sitt hvort viðbótarlánið en það eru lán með 18 mánaða ríkisábyrgð. Þá eru innan við 20 fyrirtæki komin í greiðsluskjól hjá bönkunum. Misjafnt er milli bankanna hvort margir hafi sótt um framhald á frystingu lána. Þá eru allir bankarnir á einu máli um að við mat á ferðaþjónustufyrirtæki sé miðað við rekstrarsögu fyrir kórónuveirufaraldurinn. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ríkistjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir til handa fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Við sögðum frá því í gær að ríkissjóður hefur þegar greitt um 272 fyrirtækjum tæpa átta milljarða í hluta launakostnaðar á uppsagnafresti starfsfólks. Gert er ráð fyrir að allt að 27 milljarða króna fari í heild í úrræðið. Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur sagt í fréttum okkar að þörf sé á frekari úrræðum frá ríkisstjórninni þar sem langflest fyrirtæki í greininni séu að leggjast í dvala. Þá þurfi bankarnir að styðja vel við fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu næstu misseri. Fréttastofa leitaði svara frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka um hver eftirspurnin hefur verið eftir þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa kynnt og hvernig hefur gengið að afgreiða þau í bönkunum. Allir bankarnir hafa fengið fjölmargar umsóknir um stuðningslán með ríkisábyrgð en í upphafi voru veittar allt að tíu milljónir króna með 100% ábyrgð og nú er hægt að sækja um allt að 40 milljónir með 85% ríkisábyrgð. Þessi lán verða veitt til áramóta. Bankarnir hafa veitt 530 slík lán. Hins vegar hafa einungis Arion banki og Landsbanki veitt sitt hvort viðbótarlánið en það eru lán með 18 mánaða ríkisábyrgð. Þá eru innan við 20 fyrirtæki komin í greiðsluskjól hjá bönkunum. Misjafnt er milli bankanna hvort margir hafi sótt um framhald á frystingu lána. Þá eru allir bankarnir á einu máli um að við mat á ferðaþjónustufyrirtæki sé miðað við rekstrarsögu fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05