„Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. september 2020 18:23 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira