Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2020 12:00 Leirvík er höfuðstaður Hjaltlandseyja. Á skiltinu má sjá nafnið Leirvík skrifað samkvæmt íslenskum rithætti. Getty/Andrew Milligan. Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Af 22 ráðsmönnum samþykktu 18 tillöguna og aðeins 2 voru á móti. Óánægja með niðurskurð fjárframlaga til eyjanna og lítil pólitísk áhrif eru sögð helsta ástæðan. Skoða á meðal annars hvort Hjaltland geti fengið svipaða stöðu innan bresku krúnunnar og eyjarnar Jersey og Mön, fremur en fullt sjálfstæði. Samkvæmt frétt Sky News þýddi þetta að Hjaltlendingar héldu sjálfir tekjum af olíulindum í lögsögu eyjanna. Hjaltlandseyjar eru nyrsti eyjaklasi Bretlandseyja. Þar búa um 23 þúsund manns, þar af sjö þúsund manns í höfuðstaðnum Leirvík. Af um eitthundrað eyjum eru sextán byggðar. Skjaldarmerki Hjaltlandseyja. Takið eftir kjörorðum eyjanna. Svo náskyld er menningin að íslenska er notuð í skjaldarmerkinu. Eyjarnar voru áður hluti af norrænu áhrifasvæði og allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu Hjaltlendingar vest-norrænt tungumál sem líktist mest íslensku og færeysku. Skýrasta dæmið er skjaldarmerki eyjanna sem enn er með tilvitnun í Njálssögu með íslenskum rithætti „Með lögum skal land byggja“. Þá er fáni eyjanna „hvítbláinn“, blár og hvítur krossfáni í anda norrænu ríkjanna. Fáni Hjaltlandseyja er blár með hvítum krossi, sá sami og margir Íslendingar vildu að yrði fáni Íslands. Hjaltlandseyjar urðu hluti af Skotlandi á 15. öld og fylgdu síðan Skotlandi inn í breska konungsdæmið árið 1707. Fiskveiðar eru helsta atvinnugreinin en miklir olíufundir í Norðursjó eftir 1970 hafa stóreflt efnahag eyjanna. Hjaltlendingar á árlegri víkingahátíð.Getty/Andrew Milligan. Hjaltlendingar minnast árlega hinna norrænu róta með vetrarhátíð, Up Helly Aa, þar sem menn klæða sig upp að hætti víkinga og brenna svo víkingaskip á báli. Bretland Skotland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Af 22 ráðsmönnum samþykktu 18 tillöguna og aðeins 2 voru á móti. Óánægja með niðurskurð fjárframlaga til eyjanna og lítil pólitísk áhrif eru sögð helsta ástæðan. Skoða á meðal annars hvort Hjaltland geti fengið svipaða stöðu innan bresku krúnunnar og eyjarnar Jersey og Mön, fremur en fullt sjálfstæði. Samkvæmt frétt Sky News þýddi þetta að Hjaltlendingar héldu sjálfir tekjum af olíulindum í lögsögu eyjanna. Hjaltlandseyjar eru nyrsti eyjaklasi Bretlandseyja. Þar búa um 23 þúsund manns, þar af sjö þúsund manns í höfuðstaðnum Leirvík. Af um eitthundrað eyjum eru sextán byggðar. Skjaldarmerki Hjaltlandseyja. Takið eftir kjörorðum eyjanna. Svo náskyld er menningin að íslenska er notuð í skjaldarmerkinu. Eyjarnar voru áður hluti af norrænu áhrifasvæði og allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu Hjaltlendingar vest-norrænt tungumál sem líktist mest íslensku og færeysku. Skýrasta dæmið er skjaldarmerki eyjanna sem enn er með tilvitnun í Njálssögu með íslenskum rithætti „Með lögum skal land byggja“. Þá er fáni eyjanna „hvítbláinn“, blár og hvítur krossfáni í anda norrænu ríkjanna. Fáni Hjaltlandseyja er blár með hvítum krossi, sá sami og margir Íslendingar vildu að yrði fáni Íslands. Hjaltlandseyjar urðu hluti af Skotlandi á 15. öld og fylgdu síðan Skotlandi inn í breska konungsdæmið árið 1707. Fiskveiðar eru helsta atvinnugreinin en miklir olíufundir í Norðursjó eftir 1970 hafa stóreflt efnahag eyjanna. Hjaltlendingar á árlegri víkingahátíð.Getty/Andrew Milligan. Hjaltlendingar minnast árlega hinna norrænu róta með vetrarhátíð, Up Helly Aa, þar sem menn klæða sig upp að hætti víkinga og brenna svo víkingaskip á báli.
Bretland Skotland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira