Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2020 12:30 Jakkaföt Netanjahú voru vel þvegin þegar hann hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku og það þrátt fyrir að hann hafi ekki komið með fullar töskur af óhreinum þvotti fyrir gestgjafa sína til að þvo í það skiptið. Vísir/EPA Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Bandarískir embættismenn, bæði opinberir starfsmenn og pólitískt skipaðir, segja Washington Post að þvottaþjónustan standi öllum erlendum þjóðarleiðtogum til boða en þeir nýti sér hana takmarkað þar sem þeir staldra að jafnaði stutt við. Öðru máli gegnir þó um Netanjahú-hjónin. „Netanjahú-hjónin eru þau einu sem kom í raun og veru með ferðatöskur fullar af óhreinum þvotti fyrir okkur að þvo. Eftir nokkrar ferðir varð ljóst að þetta var með ráðum gert,“ segir einn embættismaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ísraelskir embættismenn segja fullyrðingarnar „fjarstæðukenndar“ og neita því að forsætisráðherrahjónin ofnoti þvottaþjónustuna í Bandaríkjunum. Netanjahú var ákærður fyrir spillingu í opinberu embætti en máli bíður enn meðferðar í hæstarétti Ísraels. Árið 2016 tókst honum að koma í veg fyrir að upplýsingar um kostnaður vegna fatahreinsunar sem hann lét skattgreiðendur standa straum af yrðu gerðar opinberar á grundvelli upplýsingalaga. Fjölmiðlar í Ísrael greindu nýverið frá því að Netanjahú og frú hefðu tekið með sér ellefu ferðatöskur í eins dags ferð til Portúgals í desember. Skrifstofa forsætisráðherrans fullyrti að í þeim hefðu verið hlutir sem hann þurfti á að halda starfs síns vegna, ekki óhreinar nærbrækur hans. Ísrael Bandaríkin Húsráð Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Bandarískir embættismenn, bæði opinberir starfsmenn og pólitískt skipaðir, segja Washington Post að þvottaþjónustan standi öllum erlendum þjóðarleiðtogum til boða en þeir nýti sér hana takmarkað þar sem þeir staldra að jafnaði stutt við. Öðru máli gegnir þó um Netanjahú-hjónin. „Netanjahú-hjónin eru þau einu sem kom í raun og veru með ferðatöskur fullar af óhreinum þvotti fyrir okkur að þvo. Eftir nokkrar ferðir varð ljóst að þetta var með ráðum gert,“ segir einn embættismaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ísraelskir embættismenn segja fullyrðingarnar „fjarstæðukenndar“ og neita því að forsætisráðherrahjónin ofnoti þvottaþjónustuna í Bandaríkjunum. Netanjahú var ákærður fyrir spillingu í opinberu embætti en máli bíður enn meðferðar í hæstarétti Ísraels. Árið 2016 tókst honum að koma í veg fyrir að upplýsingar um kostnaður vegna fatahreinsunar sem hann lét skattgreiðendur standa straum af yrðu gerðar opinberar á grundvelli upplýsingalaga. Fjölmiðlar í Ísrael greindu nýverið frá því að Netanjahú og frú hefðu tekið með sér ellefu ferðatöskur í eins dags ferð til Portúgals í desember. Skrifstofa forsætisráðherrans fullyrti að í þeim hefðu verið hlutir sem hann þurfti á að halda starfs síns vegna, ekki óhreinar nærbrækur hans.
Ísrael Bandaríkin Húsráð Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira