Ron Paul, fyrrverandi þingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var lagður inn á sjúkrahús í dag eftir að atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu. Paul er sagður við ágæta heilsu.
Paul var í beinni útsendingu á Youtube þegar hann varð allt í einu óskiljanlegur og virtist eiga í vandræðum. Slökkt var á útsendingunni og myndbandið fjarlægt.
Seinna í kvöld birtist mynd af honum á Twitter þar sem hann var á sjúkrahúsi.
„Mér líður vel. Takk fyrir áhyggjur ykkar,“ stóð við myndina.
Paul er 85 ára gamall.
Netverjar hafa haldið því fram að Paul hafi fengið heilablóðfall. Talsmenn hans og stofnunar hans hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt heimildum Fox News innan búða Paul er þingmaðurinn fyrrverandi sagður skýr og vongóður.
Warning Extremely Graphic
— Terrence Daniels (Captain Planet) (@Terrence_STR) September 25, 2020
Dr. Ron Paul just had a stroke on live stream. I hope he recovers.
We will be posting info on what to do if someone around you has a stroke. You will need to act quickly!
Regardless of your political views keep him & his family in your thoughts. pic.twitter.com/IltArISDJn