Hælisleitendamál í ólestri Sigurður Þórðarson skrifar 29. september 2020 13:00 Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar