Varðandi umfjöllun um sænsku leiðina með Tegnell Lárus S. Guðmundsson skrifar 30. september 2020 21:39 Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Sjá meira
Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun