Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 17:46 Trump sést hér stíga úr flugvél sinni eftir lendingu í New Jersey þar sem hann sótti fjáröflunarsamkomu. Miðað við þá tímasetningu sem læknar gáfu upp vissi forsetinn að hann væri smitaður þegar hann hélt af stað. AP/Evan Vucci Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. Sean Conley, læknir forsetans, sagði forsetann hafa fengið greininguna fyrir 72 klukkustundum, eða á miðvikudagsmorgun, en forsetinn tilkynnti það ekki fyrr en að minnsta kosti 36 klukkustundum síðar. Forsetinn ferðaðist því á stuðningsmannafund í Minnesota eftir greininguna, en stuðningsmannafundurinn fór fram á miðvikudagskvöld. Á fimmtudag flaug hann til New Jersey á fjáröflunarsamkomu, og hafði þá enn ekki greint frá því að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Forsetinn notaði ekki grímur við þessar aðstæður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Áður hafði verið gagnrýnt að forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks eftir að einn nánasti ráðgjafi Trump greindist með veiruna. Þá eru upplýsingar um ástand forsetans á reiki en þegar hann var fluttur á sjúkrahús í gær fullyrti Hvíta húsið að hann væri við góða heilsu; örlítið þreyttur en annars hress. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða þó að Trump hafi verið gefið súrefni áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið þar sem hann hefði átt í erfiðleikum með að anda. Forsetinn birti svo Twitter-færslu nú á sjötta tímanum þar sem hann hrósaði heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins. Með þeirra aðstoð væri hann í góðu standi. Doctors, Nurses and ALL at the GREAT Walter Reed Medical Center, and others from likewise incredible institutions who have joined them, are AMAZING!!!Tremendous progress has been made over the last 6 months in fighting this PLAGUE. With their help, I am feeling well!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Á fyrrnefndum blaðamannafundi fullyrtu læknar hans að forsetinn hefði það gott. Þeir væru bjartsýnir á batahorfur hans en gætu þó ekki gefið út hvenær þeir telja forsetann útskrifast af sjúkrahúsinu. Mánuður er til forsetakosninga í dag. „Við erum gífurlega ánægð með framfarirnar sem forsetinn hefur sýnt,“ sagði Conley. Einkenni á borð við hósta væru hverfandi og hann væri almennt hress. Hann hefði meira að segja sagst geta „gengið út af spítalanum í dag“. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. Sean Conley, læknir forsetans, sagði forsetann hafa fengið greininguna fyrir 72 klukkustundum, eða á miðvikudagsmorgun, en forsetinn tilkynnti það ekki fyrr en að minnsta kosti 36 klukkustundum síðar. Forsetinn ferðaðist því á stuðningsmannafund í Minnesota eftir greininguna, en stuðningsmannafundurinn fór fram á miðvikudagskvöld. Á fimmtudag flaug hann til New Jersey á fjáröflunarsamkomu, og hafði þá enn ekki greint frá því að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Forsetinn notaði ekki grímur við þessar aðstæður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Áður hafði verið gagnrýnt að forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks eftir að einn nánasti ráðgjafi Trump greindist með veiruna. Þá eru upplýsingar um ástand forsetans á reiki en þegar hann var fluttur á sjúkrahús í gær fullyrti Hvíta húsið að hann væri við góða heilsu; örlítið þreyttur en annars hress. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða þó að Trump hafi verið gefið súrefni áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið þar sem hann hefði átt í erfiðleikum með að anda. Forsetinn birti svo Twitter-færslu nú á sjötta tímanum þar sem hann hrósaði heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins. Með þeirra aðstoð væri hann í góðu standi. Doctors, Nurses and ALL at the GREAT Walter Reed Medical Center, and others from likewise incredible institutions who have joined them, are AMAZING!!!Tremendous progress has been made over the last 6 months in fighting this PLAGUE. With their help, I am feeling well!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Á fyrrnefndum blaðamannafundi fullyrtu læknar hans að forsetinn hefði það gott. Þeir væru bjartsýnir á batahorfur hans en gætu þó ekki gefið út hvenær þeir telja forsetann útskrifast af sjúkrahúsinu. Mánuður er til forsetakosninga í dag. „Við erum gífurlega ánægð með framfarirnar sem forsetinn hefur sýnt,“ sagði Conley. Einkenni á borð við hósta væru hverfandi og hann væri almennt hress. Hann hefði meira að segja sagst geta „gengið út af spítalanum í dag“.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28