Grunnskólahald á tímum Covid Eðvarð Hilmarsson skrifar 4. október 2020 12:31 Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun