Trump útskrifast af sjúkrahúsi í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 19:41 Myndin er tekin af Donald Trump í gær er hann sat símafund í fundarherbergi sínu á Walter Reed-sjúkrahúsinu í gær. AP/Tia Dufour - Hvíta húsið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu útskrifast af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Maryland í kvöld. Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Trump greindist með covid-19 á fimmtudaginn og síðast í dag bættist Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í hóp þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem eru smitaðir af kórónuveirunni en margt starfsfólk Hvíta hússins og nánir samstarfsmenn forsetans eru nú ýmist smitaðir af veirunni eða eru í sóttkví. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 „Við höfum þróað, í stjórnartíð Trump-stjórnarinnar, mjög frábær lyf og þekkingu. Mér líður betur en mér leið fyrir tuttugu árum!“ skrifar forsetinn ennfremur í færslu sinni. Trump brást einnig við gagnrýni sem hann hefur sætt eftir að hann fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann. Líkt og svo oft áður beinir forsetinn gagnrýni sinni að fjölmiðlum í annarri færslu sem hann birti á Twitter áðan. „Fjölmiðlar eru ósáttir vegna þess að ég fór í öruggri bifreið til að segja takk við mína fjölmörgu aðdáendur og stuðningsmenn sem höfðu staðið fyrir utan sjúkrahúsið í marga klukkutíma, jafnvel daga, til að votta forseta sínum virðingu. Ef ég hefði ekki gert það, þá hefðu fjölmiðlar sagt DÓNALEGT!!!“ segir í færslu forsetans. It is reported that the Media is upset because I got into a secure vehicle to say thank you to the many fans and supporters who were standing outside of the hospital for many hours, and even days, to pay their respect to their President. If I didn t do it, Media would say RUDE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu útskrifast af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Maryland í kvöld. Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Trump greindist með covid-19 á fimmtudaginn og síðast í dag bættist Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í hóp þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem eru smitaðir af kórónuveirunni en margt starfsfólk Hvíta hússins og nánir samstarfsmenn forsetans eru nú ýmist smitaðir af veirunni eða eru í sóttkví. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 „Við höfum þróað, í stjórnartíð Trump-stjórnarinnar, mjög frábær lyf og þekkingu. Mér líður betur en mér leið fyrir tuttugu árum!“ skrifar forsetinn ennfremur í færslu sinni. Trump brást einnig við gagnrýni sem hann hefur sætt eftir að hann fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann. Líkt og svo oft áður beinir forsetinn gagnrýni sinni að fjölmiðlum í annarri færslu sem hann birti á Twitter áðan. „Fjölmiðlar eru ósáttir vegna þess að ég fór í öruggri bifreið til að segja takk við mína fjölmörgu aðdáendur og stuðningsmenn sem höfðu staðið fyrir utan sjúkrahúsið í marga klukkutíma, jafnvel daga, til að votta forseta sínum virðingu. Ef ég hefði ekki gert það, þá hefðu fjölmiðlar sagt DÓNALEGT!!!“ segir í færslu forsetans. It is reported that the Media is upset because I got into a secure vehicle to say thank you to the many fans and supporters who were standing outside of the hospital for many hours, and even days, to pay their respect to their President. If I didn t do it, Media would say RUDE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira