Stöðugleiki Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 6. október 2020 07:30 Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun