Deila Nóbelnum í eðlisfræði fyrir uppgötvanir á svartholum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 10:17 Fulltrúa sænsku Nóbelsnefndarinnar með glæru með myndum af verðlaunahöfunum í Stokkhólmi í morgun. AP/Frederik Sandberg/TT Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindi frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Bretinn Roger Penrose hlýtur verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deilir verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar, að sögn AP-fréttastofunnar. Verðlaunahafarnir fá gullpening og verðlaunafé sem nemur tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 155 milljóna íslenskra króna. Tilvist svarthola, fyrirbæra sem eru svo massamikil og þétt að ekki einu sinni ljós getur flúið þyngdarkraft þeirra, var lengi vel aðeins fræðileg tilgáta sem leiddi af almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein í hugum eðlisfræðinga. Það var ekki fyrr en á 7. áratug síðustu aldar sem Penrose og vinur hans Stephen Hawking heitinn sýndu fram á með útreikningum að þau gætu í raun og veru myndast. Þau Genzel og Ghez voru leiðandi við rannsóknir á miðju Vetrarbrautarinnar þar sem vísindamenn grunaði að eitthvað dularfullt ætti sér stað. Stjörnur virtust þar ganga í kringum fyrirbæri sem var að öðru leyti ósýnilegt. Í ljós kom að í hjarta Vetrarbrautarinnar var tröllvaxið svarthol, um fjórum milljónum sinnum massameira en sólin. Síðan þá hafa athuganir leitt í ljós að risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Í sumum tilfellum eru svartholin með massa sem er milljörðum sinnum meiri en sólarinnar. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2020 #NobelPrize in Physics with one half to Roger Penrose and the other half jointly to Reinhard Genzel and Andrea Ghez. pic.twitter.com/MipWwFtMjz— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Geimurinn Vísindi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindi frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Bretinn Roger Penrose hlýtur verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deilir verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar, að sögn AP-fréttastofunnar. Verðlaunahafarnir fá gullpening og verðlaunafé sem nemur tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 155 milljóna íslenskra króna. Tilvist svarthola, fyrirbæra sem eru svo massamikil og þétt að ekki einu sinni ljós getur flúið þyngdarkraft þeirra, var lengi vel aðeins fræðileg tilgáta sem leiddi af almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein í hugum eðlisfræðinga. Það var ekki fyrr en á 7. áratug síðustu aldar sem Penrose og vinur hans Stephen Hawking heitinn sýndu fram á með útreikningum að þau gætu í raun og veru myndast. Þau Genzel og Ghez voru leiðandi við rannsóknir á miðju Vetrarbrautarinnar þar sem vísindamenn grunaði að eitthvað dularfullt ætti sér stað. Stjörnur virtust þar ganga í kringum fyrirbæri sem var að öðru leyti ósýnilegt. Í ljós kom að í hjarta Vetrarbrautarinnar var tröllvaxið svarthol, um fjórum milljónum sinnum massameira en sólin. Síðan þá hafa athuganir leitt í ljós að risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Í sumum tilfellum eru svartholin með massa sem er milljörðum sinnum meiri en sólarinnar. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2020 #NobelPrize in Physics with one half to Roger Penrose and the other half jointly to Reinhard Genzel and Andrea Ghez. pic.twitter.com/MipWwFtMjz— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Geimurinn Vísindi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira