Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2020 13:00 Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Vísir/Vilhelm „Mér fannst vanta fræðsluefni um svefn fyrir börn,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir en hún gaf út í vikunni bókina Svefnfiðrildin. Erla er okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að svefni. Hún er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum en hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. „Það er í raun ótrúlegt hversu lítil áhersla er á svefn, til dæmis í skólum. Fræðsla um svefn er ekki hluti af námsskrá. Við lærum um mikilvægi hreyfingar og næringar strax í leikskóla og förum í íþróttir og heimilisfræði í skóla en það vantar alveg að fjalla um svefninn,“ útskýrir Erla. „Bókin fjallar um Sunnu, sex ára fjöruga stelpu. Sunna hefur verið þreytt og lasin og fer til læknis sem fer að að segja henni frá hinum göldróttu svefnfiðrildum sem hjálpa manni að sofna á kvöldin og gera lífið betra. Sunna verður heilluð að fiðrildunum og öllu því mikilvæga sem er að gerast í líkamanum og heilanum á meðan maður sefur. Sunna sér fljótt að eldri bróðir hennar og foreldrar mættu gera ýmislegt til að passa betur upp á sinn svefn og leiðir þau því í sannleikann um mikilvægi þess að hvílast vel. Nafnið kom í raun að sjálfu sér út frá sögunni þar sem hún fjallar um hin dularfullu svefnfiðrildi sem eru í raun ramm göldrótt og hjálpa okkur að svífa inn í draumalandið á kvöldin.“ Svefnfiðrildin eftir Erlu Björnsdóttur.Salka Erla segir að bókin eigi einstaklega vel við börn á aldrinum fjögurra til sjö ára og foreldra, afa og ömmur sem hana lesa því í bókinni er einnig að finna mikilvægan fróðleik fyrir eldri kynslóðina. Aftast má svo finna töflu með æskilegri svefnlengd fyrir hvert aldursskeið, góð ráð og dagbók sem hægt er að fylla inn í. „Í raun kviknar hugmyndin þegar ég er að ræða um mikilvægi svefns við Bjart son minn sem þá var fim ára gamall. Hann var mjög forvitinn og spurði mig alls kyns spurninga um svefninn og honum fannst þetta allt svo merkilegt. Að maður væri að stækka, verða sterkari og að læra á meðan maður svæfi, það fannst honum alveg magnað. Þá áttaði ég mig á því hversu móttækileg börn eru á þessum aldri og hversu spennandi og mystískur svefninn í raun og veru er. Þannig að mér fannst svefninn henta einstaklega vel í ævintýri sem þetta.“ Nauðsynlegt að grípa inn í Hún er sjálf móðir fjögurra drengja og því átti vel við hana að skrifa barnabók. Áður hefur Erla gefið út bókina Svefn og skipulagsdagbókina Munum. Hún segir að því miður séu svefnvandamál of algeng hjá börnum. „En sem betur fer sofa þó flest börn vel en við sjáum vandann gjarnan aukast á unglingsárum.“ Erla segir að vandamálin geti verið margvísleg og fari eftir aldri barnsins. „Því miður er stærsta vandamálið að börn eru almennt ekki að sofa nóg sem er áhyggjuefni. Svo geta börn verið að glíma við ýmislegt tengt svefninum eins og ótta við að sofa ein, martraðir, svefngöngu og fleira. Svefnlyfjanotkun barna hefur margfaldast síðastliðinn áratug sem er verulegt áhyggjuefni. Við sjáum þessa miklu aukningu bæði hjá unglingum en einnig hjá börnum undir 10 ára aldri. Svefnlyf ættu að vera algjört neyðarúrræði sem notað er í skamman tíma í einu.“ Börn á Íslandi nota margfalt meira af svefnlyfjum en gengur og gerist hjá okkar nágrannaþjóðum og segir Erla að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Við verðum að grípa þarna inn í og bjóða börnum upp á önnur úrræði til að takast á við svefnvanda.“ Hversu mikil er skjánotkunin? Erla segir mikilvægt fyrir foreldra að átta sig á því að merki svefnskorts hjá börnum eru alls ekki þau sömu og hjá fullorðnum. „Við verðum orkulaus og þreytt en börn verða frekar eirðarlaus, pirruð og viðkvæm. Einnig er gott að fylgjast með því hvernig barnið er á morgnana þegar það vaknar. Ef erfitt er að vekja barnið og ef það er pirrað og afundið á morgnana getur það verið merki um að barnið sé ekki að sofa nóg.“ En hvað er fyrsta skrefið ef að foreldrar finna að barn er komið í einhvern vítahring með svefninn? „Ég myndi mæla með því að byrja á að kortleggja aðeins svefnvenjurnar. Gott er að skrifa niður klukkan hvað barnið fer upp í rúm, hvernig gengur nóttin, hvenær vaknar barnið og hvernig líður því. Að fylgjast markvisst með þessu í viku til 10 daga og reyna á sama tíma að skoða lífsstílinn. Hversu mikil er skjánotkun hjá barninu? Hvað er barnið að gera síðustu tvær klukkustundirnar fyrir svefninn? Hvernig sefur barnið um helgar? Er regla á svefnrútínu barnsins? Er barnið að neyta koffíns eða er sykurs í óhófi? Allir þessir þættir hafa mikil áhrif á svefn og litlar breytingar á lífsstíl geta gert kraftaverk. Ef þetta dugar ekki til mæli ég með því að leita til fagaðila, sálfræðinga sem sérhæfa sig á þessu sviði eða að leita til Örnu Skúladóttur og félaga á Barnaspítala Hringsins en þær vinna mikið með svefnvanda barna.“ Dýrmætt að hægja aðeins á Erla segir að góður nætursvefn sé ein mikilvægasta grunnstoð heilsu og vellíðanar. „Með því að temja okkur góðar svefnvenjur frá barnsaldri getum við fyrirbyggt margt. Börn og fullorðnir sem sofa vel eru hamingjusamari, heilsuhraustari og afkasta meira.“ Næstu tvær vikur þegar íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að vera lítið á ferðinni, ætlar Erla að vinna heima eins mikið og mögulegt er en vera líka dugleg að hreyfa sig og njóta þess að vera með fjölskyldunni. „Við hjónin byrjum alla daga á að labba með hundinn okkar og svo er elsti sonurinn í fjarnámi frá MR þannig að við erum þrjú heimavinnandi en yngri drengirnir okkar eru enn að mæta í skólann. Mér finnst í raun dýrmætt að takturinn hægist aðeins í smá stund og ég reyni að horfa á jákvæðu hliðarnar á þessu öllu saman. Við verðum auðvitað að standa saman á tímum sem þessum og minna okkur á hvað það er sem í raun og veru skiptir mestu máli.“ Erla segir að nýjustu tölur sýni að fólk sofi betur í kórónuveirufaraldrinum.Salka Minna álag á ýmsum sviðum Fram undan hjá Erlu er það að fylgja eftir barnabókinni og gefa út MUNUM dagbókina líkt og síðustu ár og svo að sinna fyrirtækinu sínu Betri svefn. Hún segir að ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á dagbókinni og auk þess verði hún fáanleg í nýjum lit. „Það er margt spennandi að gerast hjá okkur í Betri svefn og við erum í miklum vexti þessi misserin. Ég er mikið í því að halda fyrirlestra fyrir fyrirtæki og skóla í gegnum fjarbúnað þessa dagana og það er frábært að geta nýtt tæknina á þennan hátt þó svo ég sakni þess að eiga beint samband við áheyrendur. Svo er ég með nokkur spennandi ný verkefni í deiglunni sem meðal annars snúa að úrræðum fyrir börn og unglinga með svefnvanda.“ Í október ætlaði Erla að halda stóra svefnráðstefnu í Hörpu ásamt Matthew Walker, prófessor við Berkeley háskóla og sérfræðingi í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði. Hann er einnig höfundur metsölubókarinnar Why We Sleep. „Það er búið að fresta henni fram til 1. febrúar þannig að nú bara vonum við að það geti staðið. Ef til þess kemur að þurfi að fresta aftur vegna ástandsins gerum við það en ráðstefnan verður haldin um leið og það er hægt, svo mikið er víst.“ Erla segir að nýjustu tölur bendi til þess að fólk sé jafnvel að sofa betur núna á þessum tímum, þar sem heimsfaraldur geisar. „Það getur skýrst af því að minna álag er á okkur á ýmsum sviðum, til dæmis taka tómstundir og félagslíf minni tíma og heimavinna sparar einnig tíma í ferðalög svo við getum kúrt örlítið lengur á morgnana. Það getur þó verið hætt við því að rútínan raskist í svona ástandi en það allra mikilvægasta fyrir góðan svefn er að hafa algjöra reglu á því hvenær farið er að sofa á kvöldin og á fætur á morgnana.“ Svefn Heilsa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Lyf Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Mér fannst vanta fræðsluefni um svefn fyrir börn,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir en hún gaf út í vikunni bókina Svefnfiðrildin. Erla er okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að svefni. Hún er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum en hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. „Það er í raun ótrúlegt hversu lítil áhersla er á svefn, til dæmis í skólum. Fræðsla um svefn er ekki hluti af námsskrá. Við lærum um mikilvægi hreyfingar og næringar strax í leikskóla og förum í íþróttir og heimilisfræði í skóla en það vantar alveg að fjalla um svefninn,“ útskýrir Erla. „Bókin fjallar um Sunnu, sex ára fjöruga stelpu. Sunna hefur verið þreytt og lasin og fer til læknis sem fer að að segja henni frá hinum göldróttu svefnfiðrildum sem hjálpa manni að sofna á kvöldin og gera lífið betra. Sunna verður heilluð að fiðrildunum og öllu því mikilvæga sem er að gerast í líkamanum og heilanum á meðan maður sefur. Sunna sér fljótt að eldri bróðir hennar og foreldrar mættu gera ýmislegt til að passa betur upp á sinn svefn og leiðir þau því í sannleikann um mikilvægi þess að hvílast vel. Nafnið kom í raun að sjálfu sér út frá sögunni þar sem hún fjallar um hin dularfullu svefnfiðrildi sem eru í raun ramm göldrótt og hjálpa okkur að svífa inn í draumalandið á kvöldin.“ Svefnfiðrildin eftir Erlu Björnsdóttur.Salka Erla segir að bókin eigi einstaklega vel við börn á aldrinum fjögurra til sjö ára og foreldra, afa og ömmur sem hana lesa því í bókinni er einnig að finna mikilvægan fróðleik fyrir eldri kynslóðina. Aftast má svo finna töflu með æskilegri svefnlengd fyrir hvert aldursskeið, góð ráð og dagbók sem hægt er að fylla inn í. „Í raun kviknar hugmyndin þegar ég er að ræða um mikilvægi svefns við Bjart son minn sem þá var fim ára gamall. Hann var mjög forvitinn og spurði mig alls kyns spurninga um svefninn og honum fannst þetta allt svo merkilegt. Að maður væri að stækka, verða sterkari og að læra á meðan maður svæfi, það fannst honum alveg magnað. Þá áttaði ég mig á því hversu móttækileg börn eru á þessum aldri og hversu spennandi og mystískur svefninn í raun og veru er. Þannig að mér fannst svefninn henta einstaklega vel í ævintýri sem þetta.“ Nauðsynlegt að grípa inn í Hún er sjálf móðir fjögurra drengja og því átti vel við hana að skrifa barnabók. Áður hefur Erla gefið út bókina Svefn og skipulagsdagbókina Munum. Hún segir að því miður séu svefnvandamál of algeng hjá börnum. „En sem betur fer sofa þó flest börn vel en við sjáum vandann gjarnan aukast á unglingsárum.“ Erla segir að vandamálin geti verið margvísleg og fari eftir aldri barnsins. „Því miður er stærsta vandamálið að börn eru almennt ekki að sofa nóg sem er áhyggjuefni. Svo geta börn verið að glíma við ýmislegt tengt svefninum eins og ótta við að sofa ein, martraðir, svefngöngu og fleira. Svefnlyfjanotkun barna hefur margfaldast síðastliðinn áratug sem er verulegt áhyggjuefni. Við sjáum þessa miklu aukningu bæði hjá unglingum en einnig hjá börnum undir 10 ára aldri. Svefnlyf ættu að vera algjört neyðarúrræði sem notað er í skamman tíma í einu.“ Börn á Íslandi nota margfalt meira af svefnlyfjum en gengur og gerist hjá okkar nágrannaþjóðum og segir Erla að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Við verðum að grípa þarna inn í og bjóða börnum upp á önnur úrræði til að takast á við svefnvanda.“ Hversu mikil er skjánotkunin? Erla segir mikilvægt fyrir foreldra að átta sig á því að merki svefnskorts hjá börnum eru alls ekki þau sömu og hjá fullorðnum. „Við verðum orkulaus og þreytt en börn verða frekar eirðarlaus, pirruð og viðkvæm. Einnig er gott að fylgjast með því hvernig barnið er á morgnana þegar það vaknar. Ef erfitt er að vekja barnið og ef það er pirrað og afundið á morgnana getur það verið merki um að barnið sé ekki að sofa nóg.“ En hvað er fyrsta skrefið ef að foreldrar finna að barn er komið í einhvern vítahring með svefninn? „Ég myndi mæla með því að byrja á að kortleggja aðeins svefnvenjurnar. Gott er að skrifa niður klukkan hvað barnið fer upp í rúm, hvernig gengur nóttin, hvenær vaknar barnið og hvernig líður því. Að fylgjast markvisst með þessu í viku til 10 daga og reyna á sama tíma að skoða lífsstílinn. Hversu mikil er skjánotkun hjá barninu? Hvað er barnið að gera síðustu tvær klukkustundirnar fyrir svefninn? Hvernig sefur barnið um helgar? Er regla á svefnrútínu barnsins? Er barnið að neyta koffíns eða er sykurs í óhófi? Allir þessir þættir hafa mikil áhrif á svefn og litlar breytingar á lífsstíl geta gert kraftaverk. Ef þetta dugar ekki til mæli ég með því að leita til fagaðila, sálfræðinga sem sérhæfa sig á þessu sviði eða að leita til Örnu Skúladóttur og félaga á Barnaspítala Hringsins en þær vinna mikið með svefnvanda barna.“ Dýrmætt að hægja aðeins á Erla segir að góður nætursvefn sé ein mikilvægasta grunnstoð heilsu og vellíðanar. „Með því að temja okkur góðar svefnvenjur frá barnsaldri getum við fyrirbyggt margt. Börn og fullorðnir sem sofa vel eru hamingjusamari, heilsuhraustari og afkasta meira.“ Næstu tvær vikur þegar íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að vera lítið á ferðinni, ætlar Erla að vinna heima eins mikið og mögulegt er en vera líka dugleg að hreyfa sig og njóta þess að vera með fjölskyldunni. „Við hjónin byrjum alla daga á að labba með hundinn okkar og svo er elsti sonurinn í fjarnámi frá MR þannig að við erum þrjú heimavinnandi en yngri drengirnir okkar eru enn að mæta í skólann. Mér finnst í raun dýrmætt að takturinn hægist aðeins í smá stund og ég reyni að horfa á jákvæðu hliðarnar á þessu öllu saman. Við verðum auðvitað að standa saman á tímum sem þessum og minna okkur á hvað það er sem í raun og veru skiptir mestu máli.“ Erla segir að nýjustu tölur sýni að fólk sofi betur í kórónuveirufaraldrinum.Salka Minna álag á ýmsum sviðum Fram undan hjá Erlu er það að fylgja eftir barnabókinni og gefa út MUNUM dagbókina líkt og síðustu ár og svo að sinna fyrirtækinu sínu Betri svefn. Hún segir að ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á dagbókinni og auk þess verði hún fáanleg í nýjum lit. „Það er margt spennandi að gerast hjá okkur í Betri svefn og við erum í miklum vexti þessi misserin. Ég er mikið í því að halda fyrirlestra fyrir fyrirtæki og skóla í gegnum fjarbúnað þessa dagana og það er frábært að geta nýtt tæknina á þennan hátt þó svo ég sakni þess að eiga beint samband við áheyrendur. Svo er ég með nokkur spennandi ný verkefni í deiglunni sem meðal annars snúa að úrræðum fyrir börn og unglinga með svefnvanda.“ Í október ætlaði Erla að halda stóra svefnráðstefnu í Hörpu ásamt Matthew Walker, prófessor við Berkeley háskóla og sérfræðingi í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði. Hann er einnig höfundur metsölubókarinnar Why We Sleep. „Það er búið að fresta henni fram til 1. febrúar þannig að nú bara vonum við að það geti staðið. Ef til þess kemur að þurfi að fresta aftur vegna ástandsins gerum við það en ráðstefnan verður haldin um leið og það er hægt, svo mikið er víst.“ Erla segir að nýjustu tölur bendi til þess að fólk sé jafnvel að sofa betur núna á þessum tímum, þar sem heimsfaraldur geisar. „Það getur skýrst af því að minna álag er á okkur á ýmsum sviðum, til dæmis taka tómstundir og félagslíf minni tíma og heimavinna sparar einnig tíma í ferðalög svo við getum kúrt örlítið lengur á morgnana. Það getur þó verið hætt við því að rútínan raskist í svona ástandi en það allra mikilvægasta fyrir góðan svefn er að hafa algjöra reglu á því hvenær farið er að sofa á kvöldin og á fætur á morgnana.“
Svefn Heilsa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Lyf Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira