Að nýta hitaveituna gegn Covid Björn Birnir skrifar 11. október 2020 09:00 Fyrir nokkrum dögum gaf bandaríska sjónvarpsstöðin CNN yfirlit um hverning Covid-19 sýkingin breiddist út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í byrjun september. Þetta er sá hluti landsins sem kólnar fyrst og íbúar þessara ríkja byrja fyrstir að kynda hús. Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin. Það hefur komið í ljós að í lokuðu rými getur úði eða agnir sem innihalda vírusinn safnast saman og þéttst ef loftræstingin er ekki nógu góð. Núna eru íbúar í norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þessi ríki náðu góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar í sumar, byrjaðir að kynda. Og nú má sjá merki þess að ný sýkingaralda sé að hefjast í norðausturríkjunum. Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19. Þetta er ekki svo fráleit hugmynd vegna þess að gufuhitun var þróuð á sínum tíma til að berjast gegn berklasýkingum og þar var hugmyndin að hita nógu mikið, ofnarnir voru varðir með skáp svo að enginn brenndi sig, og allir gluggar opnaðir upp á gátt. Nú er hitaveitan náttúrulega ekki ókeypis en þetta er líklega kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár. Það eru líkur á að sýkingaraukninguna sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir, megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk heldur sig meira innivið og kyndir meira þegar kólnar í lofti. Ef loftræstingu er ábótavant getur úðinn og agnirnar sem bera vírusinn þéttst í loftinu. Svo gott ráð er að setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum. Björn Birnir, stærðfræðiprófessor við Kaliforníuháskólann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum gaf bandaríska sjónvarpsstöðin CNN yfirlit um hverning Covid-19 sýkingin breiddist út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í byrjun september. Þetta er sá hluti landsins sem kólnar fyrst og íbúar þessara ríkja byrja fyrstir að kynda hús. Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin. Það hefur komið í ljós að í lokuðu rými getur úði eða agnir sem innihalda vírusinn safnast saman og þéttst ef loftræstingin er ekki nógu góð. Núna eru íbúar í norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þessi ríki náðu góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar í sumar, byrjaðir að kynda. Og nú má sjá merki þess að ný sýkingaralda sé að hefjast í norðausturríkjunum. Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19. Þetta er ekki svo fráleit hugmynd vegna þess að gufuhitun var þróuð á sínum tíma til að berjast gegn berklasýkingum og þar var hugmyndin að hita nógu mikið, ofnarnir voru varðir með skáp svo að enginn brenndi sig, og allir gluggar opnaðir upp á gátt. Nú er hitaveitan náttúrulega ekki ókeypis en þetta er líklega kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár. Það eru líkur á að sýkingaraukninguna sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir, megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk heldur sig meira innivið og kyndir meira þegar kólnar í lofti. Ef loftræstingu er ábótavant getur úðinn og agnirnar sem bera vírusinn þéttst í loftinu. Svo gott ráð er að setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum. Björn Birnir, stærðfræðiprófessor við Kaliforníuháskólann.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar