LeBron James í þrennustuði þegar Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 02:25 LeBron James og Anthony Davis fagna saman í nótt þegar titillinn var í höfn. Getty/Douglas P. DeFelice Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur. NBA Bandaríkin Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira
Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur.
NBA Bandaríkin Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira