253 umsagnir Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 14. október 2020 08:00 ...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar