Þjóð-þrifa-mál Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 14. október 2020 08:30 Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun