Stórglæsilegur ferhyrndur hrútur á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2020 19:31 Höfðingi, sem er stórglæsilega ferhyrndur hrútur á Akranesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hæfir hrútnum Höfðingja vel að heita Höfðingi því hann er mikill Höfðingi heima að sækja enda mjög gæfur og með risa horn, sem vekja mikla athygli. Höfðingi, sem er ferhyrndur býr á Akranesi. Höfðingi býr í fjárhúsahverfinu á Akranesi þar sem nokkrir tómstunda bændur eru með kindurnar sínar. Hann unir sér vel innan um kindurnar, sem Elín Jónasdóttir á en dóttir hennar, Emelía Elín og barnabörnin hjálpa henni mikið með féð. Höfðingi er þriggja vetra, mjög gæfur og alltaf kurteis við kindurnar og þá sem að heimsækja hann. „Hann er mjög fallega hyrndur og bara og sjaldan sem maður sér eins hreinlegan ferhyrndan hrút,“ segir Elín. Elín Jónasdóttir á Akranesi á Höfðingja og er mjög stolt og ánægð með hann, ekki síst hvað hann er fallega ferhyrndur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfðingi vekur athygli allra, sem sjá hann. „Já, það hafa margir mjög mikinn áhuga á að taka myndir af honum og það er voðalega gaman að sjá myndir af honum hér á Akranes síðunni,“ segir Emelía Elín, sem segir að Höfðingi verið notaður á eitthvað af kindunum yfir fengitímann núna í desember. Emelía Elín og börnin hennarm þau Elín Björk Hafþórsdóttir og Benedikt Frans Hafþórsson, ásamt Höfðingja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Emelía segir að þær mægður séu með 27 kindur og þetta sé mjög gefandi áhugamál. „Þetta er rosalega skemmtilegt og líka mjög gefandi fyrir börnin til að læra á lífið, þau allavega vita að kjötið kemur ekki bara úr búðinni.“ Kollótt kind og Höfðingi með sín fjögur horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ætlar Emelía að gera eitthvað með hornin af Höfðingja þegar þar að kemur? „Já,, hann fer upp á vegg í stofunni, ég er búin að fá tilboð í hausinn á honum fyrir sjötíu þúsund krónur, hann verður sem sagt stoppaður upp þegar hans tími kemur og verður settur upp á veggheima hjá mér hér á Akranesi,“ segir Emelía Elín. Höfðingi og Emelía Elín ná mjög vel saman enda heimsækir hún hann daglega í fjárhúsið og gefur honum knús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Landbúnaður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Það hæfir hrútnum Höfðingja vel að heita Höfðingi því hann er mikill Höfðingi heima að sækja enda mjög gæfur og með risa horn, sem vekja mikla athygli. Höfðingi, sem er ferhyrndur býr á Akranesi. Höfðingi býr í fjárhúsahverfinu á Akranesi þar sem nokkrir tómstunda bændur eru með kindurnar sínar. Hann unir sér vel innan um kindurnar, sem Elín Jónasdóttir á en dóttir hennar, Emelía Elín og barnabörnin hjálpa henni mikið með féð. Höfðingi er þriggja vetra, mjög gæfur og alltaf kurteis við kindurnar og þá sem að heimsækja hann. „Hann er mjög fallega hyrndur og bara og sjaldan sem maður sér eins hreinlegan ferhyrndan hrút,“ segir Elín. Elín Jónasdóttir á Akranesi á Höfðingja og er mjög stolt og ánægð með hann, ekki síst hvað hann er fallega ferhyrndur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfðingi vekur athygli allra, sem sjá hann. „Já, það hafa margir mjög mikinn áhuga á að taka myndir af honum og það er voðalega gaman að sjá myndir af honum hér á Akranes síðunni,“ segir Emelía Elín, sem segir að Höfðingi verið notaður á eitthvað af kindunum yfir fengitímann núna í desember. Emelía Elín og börnin hennarm þau Elín Björk Hafþórsdóttir og Benedikt Frans Hafþórsson, ásamt Höfðingja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Emelía segir að þær mægður séu með 27 kindur og þetta sé mjög gefandi áhugamál. „Þetta er rosalega skemmtilegt og líka mjög gefandi fyrir börnin til að læra á lífið, þau allavega vita að kjötið kemur ekki bara úr búðinni.“ Kollótt kind og Höfðingi með sín fjögur horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ætlar Emelía að gera eitthvað með hornin af Höfðingja þegar þar að kemur? „Já,, hann fer upp á vegg í stofunni, ég er búin að fá tilboð í hausinn á honum fyrir sjötíu þúsund krónur, hann verður sem sagt stoppaður upp þegar hans tími kemur og verður settur upp á veggheima hjá mér hér á Akranesi,“ segir Emelía Elín. Höfðingi og Emelía Elín ná mjög vel saman enda heimsækir hún hann daglega í fjárhúsið og gefur honum knús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Landbúnaður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira