Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 09:57 Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar. Vísir/Hafþór Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum frystitogarans sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp fljótlega eftir að lagt var á haf út. Skipið hélt út á sjó áður en niðurstöður úr sýnatökum lágu fyrir. Landhelgisgæslunni var ekki tilkynnt um veikindi skipverjanna. Lögregla skoðar hvort ástæða sé til að rannsaka hópsmitið. Greint hefur verið frá því að útgerðin hafi meinað skipverjum að tjá sig um veikindin. Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á á togaranum, lýsti því að veikir skipverjar hafi verið látnir vinna. „Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni,“ sagði Arnar í viðtali við RÚV í gærkvöldi. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar, hefur ekki viljað veita viðtöl vegna viðbragða útgerðarinnar við hópsmitinu. Í yfirlýsingu sem send var út í hans nafni í dag biðst hann afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins á mistökum. Í lýsigögnum í Word-skjali með yfirlýsingunni sem var send fjölmiðlum í morgun er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skráð höfundur skjalsins. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Axla ábyrgð á mistökum Rétt hefði verið að tilkynna grun um kórónuveiru um borð í skipinu til Gæslunnar og láta yfirvöldum eftir að ákveða hvort að ástæða væri til að snúa skipinu til hafnar. „Því miður fórst það fyrir og ábyrgð á þeim mistökum mun fyrirtækið að sjálfsögðu axla. Fyrirtækið biður hlutaðeigandi jafnframt einlæglega afsökunar á þessum mistökum,“ segir í yfirlýsingunni. Fullyrt er að það hafi aldrei verið ætlun útgerðar eða skipstjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skipsins í hættu. „[F]yrirtækinu þykir þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna. Ítrekað skal að fyrirtækinu þykir miður að ekki hafi verið brugðist við með réttum og viðeigandi hætti. Nú er verkefnið að styðja við þá áfhafnarmeðlimi sem glíma við veikindi og byggja upp á ný það traust sem hefur glatast á milli áhafnar og fyrirtækisins vegna atviksins,“ segir í yfirlýsingunni sem Einar Valur skrifar undir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47 Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum frystitogarans sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp fljótlega eftir að lagt var á haf út. Skipið hélt út á sjó áður en niðurstöður úr sýnatökum lágu fyrir. Landhelgisgæslunni var ekki tilkynnt um veikindi skipverjanna. Lögregla skoðar hvort ástæða sé til að rannsaka hópsmitið. Greint hefur verið frá því að útgerðin hafi meinað skipverjum að tjá sig um veikindin. Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á á togaranum, lýsti því að veikir skipverjar hafi verið látnir vinna. „Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni,“ sagði Arnar í viðtali við RÚV í gærkvöldi. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar, hefur ekki viljað veita viðtöl vegna viðbragða útgerðarinnar við hópsmitinu. Í yfirlýsingu sem send var út í hans nafni í dag biðst hann afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins á mistökum. Í lýsigögnum í Word-skjali með yfirlýsingunni sem var send fjölmiðlum í morgun er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skráð höfundur skjalsins. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Axla ábyrgð á mistökum Rétt hefði verið að tilkynna grun um kórónuveiru um borð í skipinu til Gæslunnar og láta yfirvöldum eftir að ákveða hvort að ástæða væri til að snúa skipinu til hafnar. „Því miður fórst það fyrir og ábyrgð á þeim mistökum mun fyrirtækið að sjálfsögðu axla. Fyrirtækið biður hlutaðeigandi jafnframt einlæglega afsökunar á þessum mistökum,“ segir í yfirlýsingunni. Fullyrt er að það hafi aldrei verið ætlun útgerðar eða skipstjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skipsins í hættu. „[F]yrirtækinu þykir þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna. Ítrekað skal að fyrirtækinu þykir miður að ekki hafi verið brugðist við með réttum og viðeigandi hætti. Nú er verkefnið að styðja við þá áfhafnarmeðlimi sem glíma við veikindi og byggja upp á ný það traust sem hefur glatast á milli áhafnar og fyrirtækisins vegna atviksins,“ segir í yfirlýsingunni sem Einar Valur skrifar undir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47 Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04
Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47
Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33