Landsbankahús Guðjóns Samúelssonar á Selfossi til sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 10:00 Landsbankahúsið á Selfossi stndur við Austurveg og því fyrir augum allra sem aka í gegnum bæinn á leið sinni á Þjóðvegi 1. Það mun reyndar breytast þegar ný brú yfir Ölfusá verður byggð. Landsbankinn Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Breytingar á bankaþjónustu valdi því að útibúið þurfi nú minna húsnæði undir starfsemi sína. Gert er ráð fyrir að útibúið verði áfram í húsinu þar til að starfsemi þess getur hafist á nýjum stað á Selfossi. Landsbankinn opnaði útibú í Tryggvaskála á Selfossi árið 1918 en flutti árið eftir í eigið húsnæði að Austurvegi 21. Þar var útibúið til ársins 1953 þegar það flutti í núverandi húsakynni. Garðurinn fyrir aftan húsið.Landsbankinn Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar en honum entist ekki aldur til að fylgja verkinu eftir því hann lést árið 1950. Auk þess að hýsa bankastarfsemi voru í húsinu tvær íbúðir. Önnur í vesturenda annarrar hæðar ætluð útibússtjóra og hin ætluð húsverði í austurenda kjallarans. Samkomusalur og kaffistofa voru á rishæð. Austurendi annarrar hæðar var leigður út fyrstu árin. Á vefsíðu bankans segir að húsið hafi frá upphafi hlotið gott viðhald. Grunnflötur hússins er rúmlega 300 fermetrar en samtals er skráð stærð hússins, að kjallara og risi meðtöldu 1.137 fermetrar auk 77 fermetra bílskúrs. Efri hæðin er í útleigu. Lóð hússins er rúmlega 7.300 m2. Landsbankinn segist áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Árborg Hús og heimili Íslenskir bankar Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Breytingar á bankaþjónustu valdi því að útibúið þurfi nú minna húsnæði undir starfsemi sína. Gert er ráð fyrir að útibúið verði áfram í húsinu þar til að starfsemi þess getur hafist á nýjum stað á Selfossi. Landsbankinn opnaði útibú í Tryggvaskála á Selfossi árið 1918 en flutti árið eftir í eigið húsnæði að Austurvegi 21. Þar var útibúið til ársins 1953 þegar það flutti í núverandi húsakynni. Garðurinn fyrir aftan húsið.Landsbankinn Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar en honum entist ekki aldur til að fylgja verkinu eftir því hann lést árið 1950. Auk þess að hýsa bankastarfsemi voru í húsinu tvær íbúðir. Önnur í vesturenda annarrar hæðar ætluð útibússtjóra og hin ætluð húsverði í austurenda kjallarans. Samkomusalur og kaffistofa voru á rishæð. Austurendi annarrar hæðar var leigður út fyrstu árin. Á vefsíðu bankans segir að húsið hafi frá upphafi hlotið gott viðhald. Grunnflötur hússins er rúmlega 300 fermetrar en samtals er skráð stærð hússins, að kjallara og risi meðtöldu 1.137 fermetrar auk 77 fermetra bílskúrs. Efri hæðin er í útleigu. Lóð hússins er rúmlega 7.300 m2. Landsbankinn segist áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Árborg Hús og heimili Íslenskir bankar Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira