Stúdentar á Íslandi þurfa mest á vinnu að halda af öllum stúdentum í Evrópu Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 6. nóvember 2020 07:30 72% allra vinnandi stúdenta á Íslandi telja að án launaðs starfs hefðu þeir ekki efni á að stunda nám sitt. Það er hæsta hlutfall stúdenta sem þarf á vinnu að halda til að stunda nám sitt af öllum Evrópulöndum sem EUROSTUDENT VII, heildræn könnun á högum stúdenta í Evrópu, tók til. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar birtust í 20 blaðsíðna samantekt í gær, 5. nóvember. Ísland í 1. sæti! Hér á landi sögðu nánar tiltekið 72% stúdenta sem vinna með námi að þeir væru mjög sammála fullyrðingunni: „Without my paid job, I could not afford to be a student“.[1] Að meðaltali sögðust 50% stúdenta annarra landa vera mjög sammála fullyrðingunni. Það hefði verið óskandi að hægt væri að líta á þessar niðurstöður EUROSTUDENT VII og hugsa að þetta myndi nú fljótlega breytast; handan við hornið væru tímar þar sem stúdentar þyrftu ekki að vinna meðan þeir stunda nám heldur gætu þeir einbeitt sér enn betur að náminu, enda nýtt námslánakerfi komið til sögunnar og stuðningur við stúdenta á meðan á námi stendur aukinn svo við værum betur stödd en áður. Það er hins vegar ekki svo einfalt. Í sumar tók Menntasjóður námsmanna við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Með því breyttist þó ekki fyrirkomulag framfærslulána hjá sjóðnum, þrátt fyrir að bent var á að löggjöfin þyrfti nauðsynlega að breytast til að stjórn sjóðsins myndi bæta úr of lágri framfærslu til stúdenta sem veldur því að þeir vinna mikið með námi. Þó nýtt námslánakerfi hafi tekið við hérlendis er sú framfærsla sem námsfólk á rétt á í námi óbreytt frá því að EUROSTUDENT könnunin fór fram árið 2019 og er það miður. Ísland í 2. sæti Þegar kemur að fjárhagslegum erfiðleikum stúdenta erum við í 2. sæti yfir mesta fjárhagslega erfiðleika.[3] 31% stúdenta á Íslandi metur það svo að það glími við mjög alvarlega eða alvarlega fjárhagserfiðleika. Ísland í 3. sæti Íslenskir stúdentar hreppa svo bronsið í keppninni um hvaða þjóð vinnur mest samhliða námi.[4] 72% stúdenta hér á landi vinnur með námi en það er hækkun frá síðustu könnun EUROSTUDENT VI frá 2016-2018 þar sem 69% stúdenta hérlendis vann með námi. Niðurstöður könnunar EUROSTUDENT VII staðfesta að stúdentar á Íslandi eru hluti af vinnumarkaðnum og vinnuafli þessa lands. Stúdentar, 18 ára og eldri, voru 19.237 talsins árið 2019 en 72% af því er um 14.200 manns. Þessi fjöldi hefur með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, rétt eins og annað vinnandi fólk, án þess að eiga rétt úr sjóðnum. Frá upphafi kórónaveirufaraldursins hefur verið bent á þetta ranglæti og krafist leiðréttingar á því. Við tökum líka 3. sætið í því hve mikil og slæm áhrif þátttaka á vinnumarkaði hefur á nám stúdenta á Íslandi. Um 25% allra stúdenta sem vinna með námi segja að starf á vinnumarkaði valdi þeim erfiðleikum við að stunda nám sitt en yfir 50% þeirra sem vinna 20 klst. vinnuvikur segja hið sama.[5] Topp þrjú Við ættum ekki að vilja vera á verðlaunapalli í þessum tilvikum. Er ekki augljóst að búa þarf betur fjárhagslega um stúdenta á Íslandi meðan á námi stendur? Við vinnum og vinnum störf en ávinnum okkur ekki sanngjarnan rétt hjá atvinnuleysistryggingasjóði og stjórnvöld neita að leiðrétta þá stöðu. Við vinnum og vinnum en frítekjumark í námslánakerfinu skerðir námslánið sem við fáum til framfærslu, sem er þegar allt of lág. Þar að auki eru þetta lán sem við borgum til baka með vöxtum og verðtryggingu svo aukin framfærsla með námslánum er ekki ósanngjörn bón. Á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið og fjárhagsörðugleikar vaxandi hjá stórum hópi fólks er því miður ekki nógu aðlaðandi að fara í háskólanám á Íslandi, þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um að nám og menntun sé í lykill að bættum hag þjóðarinnar til framtíðar. Það þarf að bregðast við þessu umhverfi sem námsfólki er búið á Íslandi og tíminn er núna, þegar atvinnuleysi er mikið og álag enn meira. Þær aðstæður sem stúdentum er boðið uppá hafa áhrif á hvort við förum í nám og hvort fólk getur klárað sitt nám en fjárhagserfiðleikar eru þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar tefjast í námi. Á að ráðast í sértækar aðgerðir og fjárfesta í framtíðinni með því að bæta stöðu námsfólks, eða er framtíðarsýnin sú að Ísland sé á röngum verðlaunapalli sem er til marks um ófullnægjandi fjárhagsstuðning við stúdenta? Höfundur er meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ. [1] bls. 15 í skýrslunni. [2] bls. 17 í sömu skýrslu. [3] bls. 18 í sömu skýrslu. [4] bls. 14 í sömu skýrslu. [5] bls. 16. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Hagsmunir stúdenta Vinnumarkaður Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
72% allra vinnandi stúdenta á Íslandi telja að án launaðs starfs hefðu þeir ekki efni á að stunda nám sitt. Það er hæsta hlutfall stúdenta sem þarf á vinnu að halda til að stunda nám sitt af öllum Evrópulöndum sem EUROSTUDENT VII, heildræn könnun á högum stúdenta í Evrópu, tók til. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar birtust í 20 blaðsíðna samantekt í gær, 5. nóvember. Ísland í 1. sæti! Hér á landi sögðu nánar tiltekið 72% stúdenta sem vinna með námi að þeir væru mjög sammála fullyrðingunni: „Without my paid job, I could not afford to be a student“.[1] Að meðaltali sögðust 50% stúdenta annarra landa vera mjög sammála fullyrðingunni. Það hefði verið óskandi að hægt væri að líta á þessar niðurstöður EUROSTUDENT VII og hugsa að þetta myndi nú fljótlega breytast; handan við hornið væru tímar þar sem stúdentar þyrftu ekki að vinna meðan þeir stunda nám heldur gætu þeir einbeitt sér enn betur að náminu, enda nýtt námslánakerfi komið til sögunnar og stuðningur við stúdenta á meðan á námi stendur aukinn svo við værum betur stödd en áður. Það er hins vegar ekki svo einfalt. Í sumar tók Menntasjóður námsmanna við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Með því breyttist þó ekki fyrirkomulag framfærslulána hjá sjóðnum, þrátt fyrir að bent var á að löggjöfin þyrfti nauðsynlega að breytast til að stjórn sjóðsins myndi bæta úr of lágri framfærslu til stúdenta sem veldur því að þeir vinna mikið með námi. Þó nýtt námslánakerfi hafi tekið við hérlendis er sú framfærsla sem námsfólk á rétt á í námi óbreytt frá því að EUROSTUDENT könnunin fór fram árið 2019 og er það miður. Ísland í 2. sæti Þegar kemur að fjárhagslegum erfiðleikum stúdenta erum við í 2. sæti yfir mesta fjárhagslega erfiðleika.[3] 31% stúdenta á Íslandi metur það svo að það glími við mjög alvarlega eða alvarlega fjárhagserfiðleika. Ísland í 3. sæti Íslenskir stúdentar hreppa svo bronsið í keppninni um hvaða þjóð vinnur mest samhliða námi.[4] 72% stúdenta hér á landi vinnur með námi en það er hækkun frá síðustu könnun EUROSTUDENT VI frá 2016-2018 þar sem 69% stúdenta hérlendis vann með námi. Niðurstöður könnunar EUROSTUDENT VII staðfesta að stúdentar á Íslandi eru hluti af vinnumarkaðnum og vinnuafli þessa lands. Stúdentar, 18 ára og eldri, voru 19.237 talsins árið 2019 en 72% af því er um 14.200 manns. Þessi fjöldi hefur með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, rétt eins og annað vinnandi fólk, án þess að eiga rétt úr sjóðnum. Frá upphafi kórónaveirufaraldursins hefur verið bent á þetta ranglæti og krafist leiðréttingar á því. Við tökum líka 3. sætið í því hve mikil og slæm áhrif þátttaka á vinnumarkaði hefur á nám stúdenta á Íslandi. Um 25% allra stúdenta sem vinna með námi segja að starf á vinnumarkaði valdi þeim erfiðleikum við að stunda nám sitt en yfir 50% þeirra sem vinna 20 klst. vinnuvikur segja hið sama.[5] Topp þrjú Við ættum ekki að vilja vera á verðlaunapalli í þessum tilvikum. Er ekki augljóst að búa þarf betur fjárhagslega um stúdenta á Íslandi meðan á námi stendur? Við vinnum og vinnum störf en ávinnum okkur ekki sanngjarnan rétt hjá atvinnuleysistryggingasjóði og stjórnvöld neita að leiðrétta þá stöðu. Við vinnum og vinnum en frítekjumark í námslánakerfinu skerðir námslánið sem við fáum til framfærslu, sem er þegar allt of lág. Þar að auki eru þetta lán sem við borgum til baka með vöxtum og verðtryggingu svo aukin framfærsla með námslánum er ekki ósanngjörn bón. Á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið og fjárhagsörðugleikar vaxandi hjá stórum hópi fólks er því miður ekki nógu aðlaðandi að fara í háskólanám á Íslandi, þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um að nám og menntun sé í lykill að bættum hag þjóðarinnar til framtíðar. Það þarf að bregðast við þessu umhverfi sem námsfólki er búið á Íslandi og tíminn er núna, þegar atvinnuleysi er mikið og álag enn meira. Þær aðstæður sem stúdentum er boðið uppá hafa áhrif á hvort við förum í nám og hvort fólk getur klárað sitt nám en fjárhagserfiðleikar eru þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar tefjast í námi. Á að ráðast í sértækar aðgerðir og fjárfesta í framtíðinni með því að bæta stöðu námsfólks, eða er framtíðarsýnin sú að Ísland sé á röngum verðlaunapalli sem er til marks um ófullnægjandi fjárhagsstuðning við stúdenta? Höfundur er meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ. [1] bls. 15 í skýrslunni. [2] bls. 17 í sömu skýrslu. [3] bls. 18 í sömu skýrslu. [4] bls. 14 í sömu skýrslu. [5] bls. 16.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun