Sköpum skemmtilegri foreldra! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar