Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 23:31 Donald Trump var nokkuð hress á leið úr golfi í dag. AP/Steve Helber Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. Greint hefur verið frá því í dag að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, hafi rætt möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum við Trump. Þá greinir CNN frá því samkvæmt heimildum sínum að Melania Trump, eiginkona hans, hafi einnig ráðlagt Trump að tími sé kominn til þess að viðurkenna ósigur. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa reyndar efast um þessar frásagnir, til að mynda greinir Maggie Habermann blaðakona New York Times að Kushner sé ekki að ráðleggja tengdaföður sínum að viðurkenna ósigur. Þess í stað sé Kushner að ráðleggja Trump að skoða lagalegar aðgerðir, líkt og Trump hefur boðað að verði gert. Þetta hefur Haberman eftir heimildarmanni sínum innan úr Hvíta húsinu. Some detail on what Kushner was saying in campaign meetings yesterday. He was not saying he was going to urge his father-in-law to concede https://t.co/ITtm9nr8jr— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 8, 2020 Frétt Reuters virðist frekar renna stoðum undir það að Trump ætli sér ekki að viðurkenna ósigur á næstunni. Er vísað í tilkynningu frá forsetaembættinu þar sem meðal annars segir að það sé langt í land að kosningunum sé lokið, ekki sé búið að lýsa Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, formlega sem sigurvegara í neinu ríki, hvað þá í þeim lykilríkjum þar sem mjótt var á munum og Trump og bandamenn hans ætla sér að krefjast lagalegra aðgerða til þess að snúa taflinu sér í vil. Telja það vera hlutverk Meadows að segja Trump hvenær tími sé kominn til að játa ósigur Helstu fjölmiðlar lýstu Biden sem sigurvegara í kosningunum í gær eftir að greining þeirra á þeim atkvæðum sem greidd hafa verið og þeim atkvæðum sem eftir á að telja leiddi í ljós að ómögulegt er fyrir Trump að sigra í kosningunum. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Talið er ólíklegt að málsóknir Trump og framboð hans muni gera eitthvað til þess að breyta niðurstöðum kosninganna og hafa helstu þjóðarleiðtogar heimsins óskað Biden og varaforsetaefni hans Kamölu Harris til hamingju með sigurinn, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Í frétt Reuters segir að ráðgjafar og helstu bandamenn Trump geri sér grein fyrir því að möguleikar Trump á snúa niðurstöðum kosninganna séu litlar sem engar. Þeir kalla hins vegar eftir því að málsóknir Trump verði leyft að fara í hefðbundið ferli. „Hann ætti að óska eftir því að fá endurtalningu þar sem það er hægt, leggja fram þær málsóknir sem þeir telja vænlegar og ef ekkert breytist ætti hann að viðurkenna ósigur,“ hefur Reuters eftir ónafngreindum ráðgjafa Trump. Í frétt Reuters segir einnig að það muni væntanlega vera hlutverk Mark Meadows, framkvæmdastjóra Hvíta hússins að, ráðleggja Trump hvenær rétt sé að viðurkenna ósigur. Meadows greindist með kórónuveiruna á dögunum og er í sóttkví. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48 Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. Greint hefur verið frá því í dag að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, hafi rætt möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum við Trump. Þá greinir CNN frá því samkvæmt heimildum sínum að Melania Trump, eiginkona hans, hafi einnig ráðlagt Trump að tími sé kominn til þess að viðurkenna ósigur. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa reyndar efast um þessar frásagnir, til að mynda greinir Maggie Habermann blaðakona New York Times að Kushner sé ekki að ráðleggja tengdaföður sínum að viðurkenna ósigur. Þess í stað sé Kushner að ráðleggja Trump að skoða lagalegar aðgerðir, líkt og Trump hefur boðað að verði gert. Þetta hefur Haberman eftir heimildarmanni sínum innan úr Hvíta húsinu. Some detail on what Kushner was saying in campaign meetings yesterday. He was not saying he was going to urge his father-in-law to concede https://t.co/ITtm9nr8jr— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 8, 2020 Frétt Reuters virðist frekar renna stoðum undir það að Trump ætli sér ekki að viðurkenna ósigur á næstunni. Er vísað í tilkynningu frá forsetaembættinu þar sem meðal annars segir að það sé langt í land að kosningunum sé lokið, ekki sé búið að lýsa Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, formlega sem sigurvegara í neinu ríki, hvað þá í þeim lykilríkjum þar sem mjótt var á munum og Trump og bandamenn hans ætla sér að krefjast lagalegra aðgerða til þess að snúa taflinu sér í vil. Telja það vera hlutverk Meadows að segja Trump hvenær tími sé kominn til að játa ósigur Helstu fjölmiðlar lýstu Biden sem sigurvegara í kosningunum í gær eftir að greining þeirra á þeim atkvæðum sem greidd hafa verið og þeim atkvæðum sem eftir á að telja leiddi í ljós að ómögulegt er fyrir Trump að sigra í kosningunum. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Talið er ólíklegt að málsóknir Trump og framboð hans muni gera eitthvað til þess að breyta niðurstöðum kosninganna og hafa helstu þjóðarleiðtogar heimsins óskað Biden og varaforsetaefni hans Kamölu Harris til hamingju með sigurinn, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Í frétt Reuters segir að ráðgjafar og helstu bandamenn Trump geri sér grein fyrir því að möguleikar Trump á snúa niðurstöðum kosninganna séu litlar sem engar. Þeir kalla hins vegar eftir því að málsóknir Trump verði leyft að fara í hefðbundið ferli. „Hann ætti að óska eftir því að fá endurtalningu þar sem það er hægt, leggja fram þær málsóknir sem þeir telja vænlegar og ef ekkert breytist ætti hann að viðurkenna ósigur,“ hefur Reuters eftir ónafngreindum ráðgjafa Trump. Í frétt Reuters segir einnig að það muni væntanlega vera hlutverk Mark Meadows, framkvæmdastjóra Hvíta hússins að, ráðleggja Trump hvenær rétt sé að viðurkenna ósigur. Meadows greindist með kórónuveiruna á dögunum og er í sóttkví.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48 Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48
Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38
Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45
Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43