Frístundakortið áfram greiðsla fyrir frístundaheimili Kolbrún Baldursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun