Risastóri misskilningurinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. nóvember 2020 14:01 Þegar ráfað er í gegnum fjöl- og samfélagsmiðla má oft finna talsverða neikvæðni hjá einkabílanotendum í garð breyttra ferðavenja í formi hjólreiða. Margir hafa meira að segja gagnrýnt kostnað sem sveitarfélög leggja í við uppbyggingu á hjólreiðastígum. Þetta er afar áhugavert í ljósi eftirfarenda staðreynda: Breyttar ferðavenjur skapa meira rými fyrir þá sem kjósa einkabílinn Eitt af því sem virðist pirra suma einkabílanotendur hvað mest eru umferðateppur. Málið er einfalt, því fleiri ferðir sem farnar eru með hjóli, því færri verða bílferðirnar. Einföld eðlisfræði segir okkur að ferðir í einkabíl eru mun plássfrekari en aðrar ferðvenjur. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar skapa meira bílapláss. Breyttar ferðavenjur geta lækkað eldsneytiskostnað einkabílsins Það kostar ekki bara dýrmætan gjaldeyri að kaupa olíu á bíla heldur kostar líka enn meiri gjaldeyri að kaupa bílana sjálfa, dekkin og varahlutina. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur þá dregur verulega úr gjaldeyrisútflæði sem styrkir venjulega krónuna, sem aftur skilar meiri kaupmætti fyrir alla og lækkun á olíuverði innanlands. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar auka kaupmátt og lækka olíukostnað einkabílsins. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað vegna losunar gróðurhúsaloftegunda Vegasamgöngur eru stærsti losunarþáttur gróðurhúsaloftegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ef ekki tekst að ná loftslagsmarkmiðum Íslands blasa við sektargreiðslur sem geta orðið verulega háar. Sá kostnaður mun lenda á ríkinu sem eru við sjálf, þannig að reikningurinn lendir líka hjá okkur sem notum einkabíla. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur aukast líkurnar á að markmiðin náist og að sektargreiðslurnar verði minni. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar lækka kolefniskostnað þjóðarinnar þ.á.m. eigenda einkabíla. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað heilbrigðiskerfisins Samkvæmt fjármálaráðuneytinu eru útgjöld til heilbrigðismála 753 þúsund kr. á hvern íbúa landsins. Við einkabílaeigendur, og aðrir skattgreiðendur borgum auðvitað þann reikning. Samkvæmt nýlegri samantekt í Danmörku eru heilsufarsáhrif hjólreiða svo jákvæð, að sparnaður í heilbrigðiskostnaði hefur verið metin á 8 danskar krónur á hvern hjólakílómetra. Þetta þýðir að fyrir hvern kílómetra sem við fáum fólk til að ferðast með hjóli eða rafhjóli gætu 170 kr. sparast á endanum í heilbrigðisútgjöld. Það lækkar framtíðarkostnað allra skattgreiðenda, líka hjá eigendum einkabíla. Allir græða Þó að fólk velji að breyta ekki um ferðvenjur og halda sig eingöngu við einkabílinn þá er alveg skýrt að allir græða á auknum hjólreiðum. Rafhjól hafa opnað á viðtækari nýtingu hjólreiða þar sem brekkur og mótvindur verða minna vandamál. Ríkið hef stigið risastórt skref í stuðningi við hjólreiðar með niðurfellingu á virðisaukaskatti, enda bæta jákvæð umhverfis- og efnahagsáhrif það skatttekjutap margfalt. Ljóst er að allir græða með einhverjum hætti á auknum hjólreiðum, líka þeir sem kjósa að nýta sér aldrei þennan frábæra ferðamáta. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar ráfað er í gegnum fjöl- og samfélagsmiðla má oft finna talsverða neikvæðni hjá einkabílanotendum í garð breyttra ferðavenja í formi hjólreiða. Margir hafa meira að segja gagnrýnt kostnað sem sveitarfélög leggja í við uppbyggingu á hjólreiðastígum. Þetta er afar áhugavert í ljósi eftirfarenda staðreynda: Breyttar ferðavenjur skapa meira rými fyrir þá sem kjósa einkabílinn Eitt af því sem virðist pirra suma einkabílanotendur hvað mest eru umferðateppur. Málið er einfalt, því fleiri ferðir sem farnar eru með hjóli, því færri verða bílferðirnar. Einföld eðlisfræði segir okkur að ferðir í einkabíl eru mun plássfrekari en aðrar ferðvenjur. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar skapa meira bílapláss. Breyttar ferðavenjur geta lækkað eldsneytiskostnað einkabílsins Það kostar ekki bara dýrmætan gjaldeyri að kaupa olíu á bíla heldur kostar líka enn meiri gjaldeyri að kaupa bílana sjálfa, dekkin og varahlutina. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur þá dregur verulega úr gjaldeyrisútflæði sem styrkir venjulega krónuna, sem aftur skilar meiri kaupmætti fyrir alla og lækkun á olíuverði innanlands. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar auka kaupmátt og lækka olíukostnað einkabílsins. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað vegna losunar gróðurhúsaloftegunda Vegasamgöngur eru stærsti losunarþáttur gróðurhúsaloftegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ef ekki tekst að ná loftslagsmarkmiðum Íslands blasa við sektargreiðslur sem geta orðið verulega háar. Sá kostnaður mun lenda á ríkinu sem eru við sjálf, þannig að reikningurinn lendir líka hjá okkur sem notum einkabíla. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur aukast líkurnar á að markmiðin náist og að sektargreiðslurnar verði minni. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar lækka kolefniskostnað þjóðarinnar þ.á.m. eigenda einkabíla. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað heilbrigðiskerfisins Samkvæmt fjármálaráðuneytinu eru útgjöld til heilbrigðismála 753 þúsund kr. á hvern íbúa landsins. Við einkabílaeigendur, og aðrir skattgreiðendur borgum auðvitað þann reikning. Samkvæmt nýlegri samantekt í Danmörku eru heilsufarsáhrif hjólreiða svo jákvæð, að sparnaður í heilbrigðiskostnaði hefur verið metin á 8 danskar krónur á hvern hjólakílómetra. Þetta þýðir að fyrir hvern kílómetra sem við fáum fólk til að ferðast með hjóli eða rafhjóli gætu 170 kr. sparast á endanum í heilbrigðisútgjöld. Það lækkar framtíðarkostnað allra skattgreiðenda, líka hjá eigendum einkabíla. Allir græða Þó að fólk velji að breyta ekki um ferðvenjur og halda sig eingöngu við einkabílinn þá er alveg skýrt að allir græða á auknum hjólreiðum. Rafhjól hafa opnað á viðtækari nýtingu hjólreiða þar sem brekkur og mótvindur verða minna vandamál. Ríkið hef stigið risastórt skref í stuðningi við hjólreiðar með niðurfellingu á virðisaukaskatti, enda bæta jákvæð umhverfis- og efnahagsáhrif það skatttekjutap margfalt. Ljóst er að allir græða með einhverjum hætti á auknum hjólreiðum, líka þeir sem kjósa að nýta sér aldrei þennan frábæra ferðamáta. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun