Pólitísk ábyrgð og biðlistar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:17 Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar