Fagnaðarfundir hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju: Ekki meira af FaceTime Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir með Freyju Mist á milli sín. Instagram/@anniethorisdottir Það eru tæpar þrjár vikur síðan að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit og vika síðan að hún kom heim til Íslands. Katrín Tanja er nú búin með sóttkví sína og farin að hitta sitt fólk. Þetta hefur verið langur tími enda endaði tímabilið sem átti að klárast í byrjun ágúst ekki fyrr en í lok október. Í gær voru fagnaðarfundir hjá íslensku heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju. Þær eiga ekki aðeins það sameiginlegt að hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum heldur eru þær einu CrossFit konurnar sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekkert falið það fyrir neinum hversu góðar vinkonur þær eru og það var því kominn heldur betur tími á það að þær hittust á ný. Það sem meira er að Katrín Tanja fékk að knúsa Freyju Mist, dóttur Anníe Mistar, í fyrsta sinn, þremur mánuðum eftir að hún kom í heiminn. „Við erum svo hamingjusöm með að Katrín frænka er loksins komin heim,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína og birti mynd af henni, Katrínu og auðvitað hinni þriggja mánaða Freyju Mist. „Þetta hefur verið langur tími og svo mikið hefur gerst á þeim tíma en samt finnst mér eins og ég hafði faðmað hana síðast í gær. Við erum búin að fá nóg af FaceTime í bili,“ skrifaði Anníe. „Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa þessa manneskju í mínu lífi og nú fær litla stelpan mín loksins að hitta hana,“ skrifaði Anníe og bætir nokkrum hjörtum við færslu sína sem sjá má hér fyrir neðan. Ein sú fyrsta til að skrifa skilaboð við færsluna var síðan heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. „Oh þetta er æðislegt,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. View this post on Instagram We are SO happy auntie Katrin is FINALLY home!!! Been so long and so much has happened yet it feels like yesterday I hugged her Done with FaceTime for now Endless grateful for this person in my life and now finally my baby girl gets to meet her #dottir @katrintanja #grateful A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 12, 2020 at 5:37am PST CrossFit Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira
Það eru tæpar þrjár vikur síðan að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit og vika síðan að hún kom heim til Íslands. Katrín Tanja er nú búin með sóttkví sína og farin að hitta sitt fólk. Þetta hefur verið langur tími enda endaði tímabilið sem átti að klárast í byrjun ágúst ekki fyrr en í lok október. Í gær voru fagnaðarfundir hjá íslensku heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju. Þær eiga ekki aðeins það sameiginlegt að hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum heldur eru þær einu CrossFit konurnar sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekkert falið það fyrir neinum hversu góðar vinkonur þær eru og það var því kominn heldur betur tími á það að þær hittust á ný. Það sem meira er að Katrín Tanja fékk að knúsa Freyju Mist, dóttur Anníe Mistar, í fyrsta sinn, þremur mánuðum eftir að hún kom í heiminn. „Við erum svo hamingjusöm með að Katrín frænka er loksins komin heim,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína og birti mynd af henni, Katrínu og auðvitað hinni þriggja mánaða Freyju Mist. „Þetta hefur verið langur tími og svo mikið hefur gerst á þeim tíma en samt finnst mér eins og ég hafði faðmað hana síðast í gær. Við erum búin að fá nóg af FaceTime í bili,“ skrifaði Anníe. „Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa þessa manneskju í mínu lífi og nú fær litla stelpan mín loksins að hitta hana,“ skrifaði Anníe og bætir nokkrum hjörtum við færslu sína sem sjá má hér fyrir neðan. Ein sú fyrsta til að skrifa skilaboð við færsluna var síðan heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. „Oh þetta er æðislegt,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. View this post on Instagram We are SO happy auntie Katrin is FINALLY home!!! Been so long and so much has happened yet it feels like yesterday I hugged her Done with FaceTime for now Endless grateful for this person in my life and now finally my baby girl gets to meet her #dottir @katrintanja #grateful A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 12, 2020 at 5:37am PST
CrossFit Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira