„Svelgdist á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtalið við Lilju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 16:22 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kveðst allt annað en sátt við þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín. Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín.
Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira