Aron Pálmarsson vill að hætt verði við HM í handbolta í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:03 Aron Pálmarsson í landsleik í Laugardalshöllinni. Vísir/Andri Marinó Aron Pálmarsson og félagar hans í íslenska handboltalandsliðinu eru á leiðinni til Egyptalands í janúar til að keppa á HM í handbolta. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan að Aron tók alfarið við fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins. Aron er hins vegar í hópi margra sem telja það vera út í hött að halda heimsmeistaramót í miðjum heimsfaraldri. „Það á að aflýsa þessu móti. Ég skil ekki hvers vegna er verið að fljúga okkur þagnað og láta okkur spila um verðlaun undir þessum kringumstæðum,“ sagði Aron Pálmarsson í viðtali við þýska miðilinn NDR. Der deutsche Nationalspieler Patrick #Wiencek vom #THWKiel hat sich gegen die Austragung der #HandballWM im Januar in Ägypten ausgesprochen - und ist damit nicht der einzige. https://t.co/0WVTmQUd4J— NDR Sport (@NDRsport) November 16, 2020 Aron er ekki eina handboltastjarnan sem vill hætta við heimsmeistaramótið því í þeim hópi eru líka þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek og hinn króatíski Domagoj Duvnjak sem leikur með THW Kiel. „Það er engin spurning að það á að aflýsa þessu móti. Það eru mikilvægari hlutir en HM, eins og heilsa fólks, og því miður gleymist það fljótt,“ sagði Patrick Wiencek. „Þetta er of hættulegt,“ sagði Domagoj Duvnjak. TV2 í Danmörku segir frá þessum óánægjuröddum meðal bestu handboltamanna heims og þá er líka búist við því að fleiri stjörnur láti heyra í sér á næstunni. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer er aftur á móti í hópi þeirra sem telur að handboltinn þurfi á þessu heimsmeistaramóti að halda. „Á hverju ári þá horfa milljónir á HM í sjónvarpinu og það hjálpar íþróttinni okkar gríðarlega mikið. Við þurfum á þessu móti að halda,“ sagði Uwe Gensheimer. Heimsmeistaramótið í handbolta í janúar átti að vera sögulegt mót því í fyrsta sinn taka þátt í því 32 þjóðir. Mótið er líka haldið í heimalandi forseta Alþjóða handboltasambandsins, Hassan Moustafa, sem eykur líkurnar á því að það verði pressað í gegn. https://t.co/UPtMlAC5RM— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) November 16, 2020 Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er viss um að þessu heimsmeistaramóti verði aldrei frestað. „Málið er að þetta mót á að fara fram í Egyptalandi, hjá doktor Hassan Moustafa. Ég er því hundrað prósent viss um að þetta heimsmeistaramót fari fram. Hann mun ekki aflýsa því,“ sagði Henrik Møllgaard við TV 2 Sport. Stærð mótsins með 32 liðum gerir það enn flóknara verkefni að halda slíkt mót og flækjustigið er mikið ekki síst þegar kórónuveiran herjar að úr öllum áttum. Guðmundur Guðmundsson gat tilkynnt inn 35 leikmenn sem koma til greina í HM-hópinn hans en það eru sjö fleiri en vanalega. Þá verða tuttugu leikmenn í lokahópnum í stað átján eins og venjulega. Bæði kemur til vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM en þrjú efstu liðin komst í milliriðil. Tvö lið úr hverjum milliriðli komast síðan í átta liða úrslit en heimsmeistaramótið klárast síðan á útsláttarkeppni milli átta bestu þjóðanna. HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar hans í íslenska handboltalandsliðinu eru á leiðinni til Egyptalands í janúar til að keppa á HM í handbolta. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan að Aron tók alfarið við fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins. Aron er hins vegar í hópi margra sem telja það vera út í hött að halda heimsmeistaramót í miðjum heimsfaraldri. „Það á að aflýsa þessu móti. Ég skil ekki hvers vegna er verið að fljúga okkur þagnað og láta okkur spila um verðlaun undir þessum kringumstæðum,“ sagði Aron Pálmarsson í viðtali við þýska miðilinn NDR. Der deutsche Nationalspieler Patrick #Wiencek vom #THWKiel hat sich gegen die Austragung der #HandballWM im Januar in Ägypten ausgesprochen - und ist damit nicht der einzige. https://t.co/0WVTmQUd4J— NDR Sport (@NDRsport) November 16, 2020 Aron er ekki eina handboltastjarnan sem vill hætta við heimsmeistaramótið því í þeim hópi eru líka þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek og hinn króatíski Domagoj Duvnjak sem leikur með THW Kiel. „Það er engin spurning að það á að aflýsa þessu móti. Það eru mikilvægari hlutir en HM, eins og heilsa fólks, og því miður gleymist það fljótt,“ sagði Patrick Wiencek. „Þetta er of hættulegt,“ sagði Domagoj Duvnjak. TV2 í Danmörku segir frá þessum óánægjuröddum meðal bestu handboltamanna heims og þá er líka búist við því að fleiri stjörnur láti heyra í sér á næstunni. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer er aftur á móti í hópi þeirra sem telur að handboltinn þurfi á þessu heimsmeistaramóti að halda. „Á hverju ári þá horfa milljónir á HM í sjónvarpinu og það hjálpar íþróttinni okkar gríðarlega mikið. Við þurfum á þessu móti að halda,“ sagði Uwe Gensheimer. Heimsmeistaramótið í handbolta í janúar átti að vera sögulegt mót því í fyrsta sinn taka þátt í því 32 þjóðir. Mótið er líka haldið í heimalandi forseta Alþjóða handboltasambandsins, Hassan Moustafa, sem eykur líkurnar á því að það verði pressað í gegn. https://t.co/UPtMlAC5RM— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) November 16, 2020 Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er viss um að þessu heimsmeistaramóti verði aldrei frestað. „Málið er að þetta mót á að fara fram í Egyptalandi, hjá doktor Hassan Moustafa. Ég er því hundrað prósent viss um að þetta heimsmeistaramót fari fram. Hann mun ekki aflýsa því,“ sagði Henrik Møllgaard við TV 2 Sport. Stærð mótsins með 32 liðum gerir það enn flóknara verkefni að halda slíkt mót og flækjustigið er mikið ekki síst þegar kórónuveiran herjar að úr öllum áttum. Guðmundur Guðmundsson gat tilkynnt inn 35 leikmenn sem koma til greina í HM-hópinn hans en það eru sjö fleiri en vanalega. Þá verða tuttugu leikmenn í lokahópnum í stað átján eins og venjulega. Bæði kemur til vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM en þrjú efstu liðin komst í milliriðil. Tvö lið úr hverjum milliriðli komast síðan í átta liða úrslit en heimsmeistaramótið klárast síðan á útsláttarkeppni milli átta bestu þjóðanna.
HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti