Strákarnir okkar þurfa aukaundanþágu vegna lekans Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 14:01 Skúringamoppan dugar víst skammt til að laga keppnisgólfið í Laugardalshöll eftir vatnstjónið sem varð í vikunni. Ísland mætti Litáen 4. nóvember síðastliðinn og það verður síðasti leikurinn í Höllinni í bili. vísir/vilhelm HSÍ þarf að fá sérstaka aukaundanþágu frá handknattleikssambandi Evrópu til að mega spila heimaleik við Portúgal í undankeppni EM í janúar. Útlit er fyrir að skipta þurfi um keppnisgólf í Laugardalshöll vegna mjög mikils leka sem varð þegar rör í byggingunni gaf sig. Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, segir að endurbætur komi til með að taka 4-6 mánuði. Ísland og Portúgal eiga að mætast í undankeppni EM þann 10. janúar, í síðasta leiknum áður en HM í Egyptalandi hefst. Raunar mætast Ísland og Portúgal þrívegis, í þremur löndum, á níu dögum. Stefnt að því að spila á Ásvöllum Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason og hans fólk hjá HSÍ hefur eflaust haft meiri áhyggjur af því að kórónuveirufaraldurinn kæmi í veg fyrir að heimaleikurinn við Portúgal færi fram, líkt og þegar Ísrael fékk það í gegn að leik við Ísland fyrr í þessum mánuði yrði frestað. Nú þarf hins vegar að finna nýjan leikstað og fá sérstaka undanþágu ofan á undanþáguna sem HSÍ hefur haft til að spila alþjóðlega leiki í úreltri Laugardalshöll, svo að leikurinn megi fara fram á Íslandi. Í samtali við Vísi í dag sagði Róbert að búið væri að fara þess á leit við Hauka að leikurinn færi fram á Ásvöllum, og að vel hefði verið tekið í það. Núna þurfi svo að óska eftir breytingu á leikstað hjá handknattleikssambandi Evrópu og á Róbert von á að það verði samþykkt í ljósi aðstæðna. „Ásvellir og Kaplakriki eru hús sem uppfylla flest skilyrði en þó ekki öll. Ég held að þau uppfylli nógu mörg skilyrði til að við fáum undanþágu til að spila. Það er aðallega gólfflötur og áhorfendasvæði sem er ekki nógu stórt, en við fengum undanþágu til að spila kvennalandsleik þarna fyrir ári síðan og ég er bjartsýnn á að við fáum undanþágu núna. Sérstaklega eins og ástandið er í heiminum,“ sagði Róbert. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15 Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05 Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
HSÍ þarf að fá sérstaka aukaundanþágu frá handknattleikssambandi Evrópu til að mega spila heimaleik við Portúgal í undankeppni EM í janúar. Útlit er fyrir að skipta þurfi um keppnisgólf í Laugardalshöll vegna mjög mikils leka sem varð þegar rör í byggingunni gaf sig. Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, segir að endurbætur komi til með að taka 4-6 mánuði. Ísland og Portúgal eiga að mætast í undankeppni EM þann 10. janúar, í síðasta leiknum áður en HM í Egyptalandi hefst. Raunar mætast Ísland og Portúgal þrívegis, í þremur löndum, á níu dögum. Stefnt að því að spila á Ásvöllum Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason og hans fólk hjá HSÍ hefur eflaust haft meiri áhyggjur af því að kórónuveirufaraldurinn kæmi í veg fyrir að heimaleikurinn við Portúgal færi fram, líkt og þegar Ísrael fékk það í gegn að leik við Ísland fyrr í þessum mánuði yrði frestað. Nú þarf hins vegar að finna nýjan leikstað og fá sérstaka undanþágu ofan á undanþáguna sem HSÍ hefur haft til að spila alþjóðlega leiki í úreltri Laugardalshöll, svo að leikurinn megi fara fram á Íslandi. Í samtali við Vísi í dag sagði Róbert að búið væri að fara þess á leit við Hauka að leikurinn færi fram á Ásvöllum, og að vel hefði verið tekið í það. Núna þurfi svo að óska eftir breytingu á leikstað hjá handknattleikssambandi Evrópu og á Róbert von á að það verði samþykkt í ljósi aðstæðna. „Ásvellir og Kaplakriki eru hús sem uppfylla flest skilyrði en þó ekki öll. Ég held að þau uppfylli nógu mörg skilyrði til að við fáum undanþágu til að spila. Það er aðallega gólfflötur og áhorfendasvæði sem er ekki nógu stórt, en við fengum undanþágu til að spila kvennalandsleik þarna fyrir ári síðan og ég er bjartsýnn á að við fáum undanþágu núna. Sérstaklega eins og ástandið er í heiminum,“ sagði Róbert.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15 Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05 Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37
Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15
Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05
Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14