Forsetar, dómarar og forstjórar Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. nóvember 2020 06:00 Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun