Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar 10. október 2025 11:17 Í síðustu viku var haldið upp á 10 ára afmæli samninga íslenska ríkisins við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna. Það var þörf upprifjun enda gjörbreyttist staða Íslands til hins betra eftir það. Ríkissjóður fékk um 1400 milljarða frá erlendum kröfuhöfum sem var mesti búhnykkur í sögu landsins og gerði það að verkum að erlend skuldastaða landsins gjörbreyttist og hafði ekki verið betri frá stofnun lýðveldis. Það sem kom á óvart við þessi tímamót var að fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans, Már Guðmundsson, fór að tjá sig um samningana. Már Guðmundsson var skipaður af Jóhönnustjórninni í embætti bankastjóra Seðlabankans 20. ágúst árið 2009. Þá stóð deilan um IceSave sem hæst. Gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave samningana 6. mars 2010 eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði neitað að skrifa undir lögin. Þar voru þeir felldir af almenningi með 93% atkvæða. Næst er farið af stað með aðra samninga og þeir bornir undir þjóðina 9. apríl 2011. En þá hafði lögfræðingurinn Lee C. Buchheit bæst í hóp íslensku samninganefndarinnar. Ég stóð að komu Buchheit til Íslands í desember 2008 og kynnti hann fyrir ráðuneytum fjármála, viðskipta og utanríkismála. Ég kynntist lögmannsstofu Buchheit, Cleary Gottlieb, árið 2000 en þeir voru aðallögmenn fyrirtækisins sem ég tók þátt í að stofna í New York. Í aðraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, 1. febrúar, gaf Seðlabanki Íslands undir stjórn Más Guðmundssonar út hið dæmalausa rit “Hvað skuldar þjóðin”. Þar var vitnað í tölur frá slitabúum föllnu bankanna, sem voru eign kröfuhafa, að hrein skuldastaða við útlönd yrði í kringum 26% af þjóðarframleiðslu[1]. Það fráleita mat byggði á því að kröfuhafar væru 75% innlendir og 25% erlendir[2]. Þetta rit var gefið út til að reyna að sannfæra þjóðina um að undirliggjandi staða væri sterk, rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Það er ótrúlegt að Seðlabanki skuli taka tölur frá hagsmunaaðilum og viðsemjundum ríkisins bókstaflega. Niðurstaða ritsins var því sú að Ísland væri ekki í hættu varðandi uppgjör við kröfuhafa á þeirra forsendum! Sannleikurinn var sá að hrein skuldastaða við útlönd var nær 100% af þjóðarframleiðslu og almenningur hefði verið settur á guð og gaddinn ef samningar hefðu byggt á hinu ranga mati Más Guðmundssonar. Íslendingar hefðu lent í gríðarlegum gjaldeyrisvanda. Enda voru erlendir kröfuhafar um 90% af kröfuhöfum, en ekki 25% einsog ritið mat ranglega. Sem betur fer hafnaði almenningur einnig IceSave samningunum í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þá er afglöpum Seðlabankans ekki lokið, því eftir stóðu samningar við kröfuhafa föllnu bankanna. Í september 2012 gefur Seðlabankinn út “Valkosti Ísland í gjaldeyrismálum”. Þá var gengi krónunnar erlendis í kringum 240 á móti evru (aflandskrónur) en Seðlabankinn mat að hægt væri að opna á gjaldeyrisstreymi til kröfuhafa á bilinu 135-155. Þar var Seðlabankinn að gefa kröfuhöfum væntingar um samninga sem voru algerlega andstæðir hagsmunum almennings. Í sama mánuði gaf Seðlabankinn kröfuhöfum undanþágu frá gjaldeyrishöftum, sem allur almenningur og fyrirtæki í landinu voru undir, uppá 300 milljarða króna. Seðlabankinn setti sig ekki uppá móti því að hærri fjárhæðir rynnu til kröfuhafa út árið 2012. Ég hafði varað við því að almenningur yrði látinn mæta afgangi og kröfuhafar settir í forgang í upphafi ársins 2012 í grein sem heitir “Hrunið 2016”. Þar sagði ég að jafnræðis yrði að gæta og Íslendingar gætu ekki verið gestir í eigin landi. Það skipti miklu máli að svokallað “Júpíter minnisblað”, sem samið var af sérfræðingum á fjármálamarkði, kom fram um sumarið 2012 sem sýndi að staða landsins væri allt önnur en Seðlabankinn hafði metið. Með þessu var því forðað að skrifað væri undir nauðasamninga haustið 2012. Ég átti sjálfur fundi með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington haustið 2012 og aðrir áttu fundi með þeim á svipuðum tíma til að sýna að mat Seðlabankans á erlendri stöðu þjóðarbúsins væri kolrangt. AGS var í erfiðri stöðu því sjóðurinn hafði treyst á talnaefni frá Seðlabanka Íslands. Að lokum var samningum við kröfuhafa afstýrt árið 2012. Í grein sem ég skrifaði 2. mars 2013 “Erlendir kröfuhafar mega ekki ráða ferðinni” held ég því fram að öllu máli skipti að fá aðila utan kerfisins til að ganga í að semja við kröfuhafa. Aðkoma Lee C. Buchheit hafði sýnt fram á það í IceSave og eftir alþingiskosningar í lok apríl fór ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fram í að skipa óháða nefnd utanaðkomandi sérfræðinga. Það leiddi af sér þá frábæru útkomu sem er fullt tilefni til að halda uppá. Að Már Guðmundsson sé núna að reyna að halda því fram að losun hafta hjá Seðlabankanum hafi verið stóra málið í þessu samhengi er í samræmi við annað hjá honum. Hann skildi aldrei undirliggjandi vanda og stefndi þjóðarbúinu í stórhættu með störfum sínum. Guði sé lof að fengnir voru utanaðkomandi aðilar til að leiðbeina ríkisstjórninni í þessum efnum. Höfundur er hagfræðingur og fjárfestir. [1]„Hvað skuldar þjóðin“, Seðlabanki Íslands, 1. febrúar 2011. Bls. 33, „..hrein skuld aðeins á bilinu 18-38%..“ [2] “Hvað skuldar þjóðin“, Seðlabanki Íslands, 1. febrúar 2011. Bls. 20, „Samkvæmt athugun sem gerð var hjá þrotabúum eignarhaldsfélaga eiga innlendir aðilar um 75% krafnanna en erlendir um 25%, eins og kemur fram á mynd III-4.25” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Fjármálamarkaðir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var haldið upp á 10 ára afmæli samninga íslenska ríkisins við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna. Það var þörf upprifjun enda gjörbreyttist staða Íslands til hins betra eftir það. Ríkissjóður fékk um 1400 milljarða frá erlendum kröfuhöfum sem var mesti búhnykkur í sögu landsins og gerði það að verkum að erlend skuldastaða landsins gjörbreyttist og hafði ekki verið betri frá stofnun lýðveldis. Það sem kom á óvart við þessi tímamót var að fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans, Már Guðmundsson, fór að tjá sig um samningana. Már Guðmundsson var skipaður af Jóhönnustjórninni í embætti bankastjóra Seðlabankans 20. ágúst árið 2009. Þá stóð deilan um IceSave sem hæst. Gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave samningana 6. mars 2010 eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði neitað að skrifa undir lögin. Þar voru þeir felldir af almenningi með 93% atkvæða. Næst er farið af stað með aðra samninga og þeir bornir undir þjóðina 9. apríl 2011. En þá hafði lögfræðingurinn Lee C. Buchheit bæst í hóp íslensku samninganefndarinnar. Ég stóð að komu Buchheit til Íslands í desember 2008 og kynnti hann fyrir ráðuneytum fjármála, viðskipta og utanríkismála. Ég kynntist lögmannsstofu Buchheit, Cleary Gottlieb, árið 2000 en þeir voru aðallögmenn fyrirtækisins sem ég tók þátt í að stofna í New York. Í aðraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, 1. febrúar, gaf Seðlabanki Íslands undir stjórn Más Guðmundssonar út hið dæmalausa rit “Hvað skuldar þjóðin”. Þar var vitnað í tölur frá slitabúum föllnu bankanna, sem voru eign kröfuhafa, að hrein skuldastaða við útlönd yrði í kringum 26% af þjóðarframleiðslu[1]. Það fráleita mat byggði á því að kröfuhafar væru 75% innlendir og 25% erlendir[2]. Þetta rit var gefið út til að reyna að sannfæra þjóðina um að undirliggjandi staða væri sterk, rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Það er ótrúlegt að Seðlabanki skuli taka tölur frá hagsmunaaðilum og viðsemjundum ríkisins bókstaflega. Niðurstaða ritsins var því sú að Ísland væri ekki í hættu varðandi uppgjör við kröfuhafa á þeirra forsendum! Sannleikurinn var sá að hrein skuldastaða við útlönd var nær 100% af þjóðarframleiðslu og almenningur hefði verið settur á guð og gaddinn ef samningar hefðu byggt á hinu ranga mati Más Guðmundssonar. Íslendingar hefðu lent í gríðarlegum gjaldeyrisvanda. Enda voru erlendir kröfuhafar um 90% af kröfuhöfum, en ekki 25% einsog ritið mat ranglega. Sem betur fer hafnaði almenningur einnig IceSave samningunum í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þá er afglöpum Seðlabankans ekki lokið, því eftir stóðu samningar við kröfuhafa föllnu bankanna. Í september 2012 gefur Seðlabankinn út “Valkosti Ísland í gjaldeyrismálum”. Þá var gengi krónunnar erlendis í kringum 240 á móti evru (aflandskrónur) en Seðlabankinn mat að hægt væri að opna á gjaldeyrisstreymi til kröfuhafa á bilinu 135-155. Þar var Seðlabankinn að gefa kröfuhöfum væntingar um samninga sem voru algerlega andstæðir hagsmunum almennings. Í sama mánuði gaf Seðlabankinn kröfuhöfum undanþágu frá gjaldeyrishöftum, sem allur almenningur og fyrirtæki í landinu voru undir, uppá 300 milljarða króna. Seðlabankinn setti sig ekki uppá móti því að hærri fjárhæðir rynnu til kröfuhafa út árið 2012. Ég hafði varað við því að almenningur yrði látinn mæta afgangi og kröfuhafar settir í forgang í upphafi ársins 2012 í grein sem heitir “Hrunið 2016”. Þar sagði ég að jafnræðis yrði að gæta og Íslendingar gætu ekki verið gestir í eigin landi. Það skipti miklu máli að svokallað “Júpíter minnisblað”, sem samið var af sérfræðingum á fjármálamarkði, kom fram um sumarið 2012 sem sýndi að staða landsins væri allt önnur en Seðlabankinn hafði metið. Með þessu var því forðað að skrifað væri undir nauðasamninga haustið 2012. Ég átti sjálfur fundi með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington haustið 2012 og aðrir áttu fundi með þeim á svipuðum tíma til að sýna að mat Seðlabankans á erlendri stöðu þjóðarbúsins væri kolrangt. AGS var í erfiðri stöðu því sjóðurinn hafði treyst á talnaefni frá Seðlabanka Íslands. Að lokum var samningum við kröfuhafa afstýrt árið 2012. Í grein sem ég skrifaði 2. mars 2013 “Erlendir kröfuhafar mega ekki ráða ferðinni” held ég því fram að öllu máli skipti að fá aðila utan kerfisins til að ganga í að semja við kröfuhafa. Aðkoma Lee C. Buchheit hafði sýnt fram á það í IceSave og eftir alþingiskosningar í lok apríl fór ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fram í að skipa óháða nefnd utanaðkomandi sérfræðinga. Það leiddi af sér þá frábæru útkomu sem er fullt tilefni til að halda uppá. Að Már Guðmundsson sé núna að reyna að halda því fram að losun hafta hjá Seðlabankanum hafi verið stóra málið í þessu samhengi er í samræmi við annað hjá honum. Hann skildi aldrei undirliggjandi vanda og stefndi þjóðarbúinu í stórhættu með störfum sínum. Guði sé lof að fengnir voru utanaðkomandi aðilar til að leiðbeina ríkisstjórninni í þessum efnum. Höfundur er hagfræðingur og fjárfestir. [1]„Hvað skuldar þjóðin“, Seðlabanki Íslands, 1. febrúar 2011. Bls. 33, „..hrein skuld aðeins á bilinu 18-38%..“ [2] “Hvað skuldar þjóðin“, Seðlabanki Íslands, 1. febrúar 2011. Bls. 20, „Samkvæmt athugun sem gerð var hjá þrotabúum eignarhaldsfélaga eiga innlendir aðilar um 75% krafnanna en erlendir um 25%, eins og kemur fram á mynd III-4.25”
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar