Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. október 2025 07:18 Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun