Skólamál úr skápnum Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. nóvember 2020 09:31 Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi. Þetta kemur fram í nýlega birtri könnun Samtakanna '78. Þessi staða er einfaldlega óásættanleg. Hún er óásættanleg gagnvart þessum ungmennum og hún er óásættanleg gagnvart samfélaginu okkar í heild. Það má leiða líkur að því að það séu hinsegin ungmenni í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur ungmenni. Hinsegin ungmenni eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Sömu tækifæri fyrir hinsegin ungmenni Hvert hinsegin ungmenni stefna í lífinu, hvað þau vilja fá út úr náminu sínu, hvað þau vilja starfa við að námi loknu er einnig jafn mikið alls konar og hjá öllum öðrum ungmennum. Og þau eiga rétt á sömu tækifærum, sömu aðstæðum til náms og sömu möguleikum á því að upplifa öryggi í skólanum sínum. Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Það er ljóst að starfsfólk skólanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Meðal þess sem kom fram í könnunni, hátt og skýrt, er að hinsegin ungmenni eru að biðja um námsefni og fræðslu sem ýtir undir sýnileika hinsegin fólks og hinseginleikans. Sem ýtir undir sýnileika þeirra sjálfra. Að tilvera þeirra sé viðurkennd til jafns við tilveru hinna. Hinseginfræðslu í skólakerfið Til þess að svo megi verða þarf hinseginfræðslu fyrir kennara og það þarf að tryggja að námsefnið endurspegli nútímann. Það er ekki nóg að kennaranemar sem hafa áhuga á kynjafræði og margbreytileika okkar mannfólksins, læri og skilji hvernig eigi að fást við þann sama margbreytileika í nemendahópum sínum. Stærðfræðikennarar, íþróttakennarar og jarðfræðikennarar þurfa að kunna þetta. Allir kennarar þurfa að kunna þetta – fyrir alla nemendur – og fyrir samfélagið okkar. Það er tímabært fyrir skólamálin okkar að koma úr skápnum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skóla - og menntamál Alþingi Hinsegin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi. Þetta kemur fram í nýlega birtri könnun Samtakanna '78. Þessi staða er einfaldlega óásættanleg. Hún er óásættanleg gagnvart þessum ungmennum og hún er óásættanleg gagnvart samfélaginu okkar í heild. Það má leiða líkur að því að það séu hinsegin ungmenni í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur ungmenni. Hinsegin ungmenni eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Sömu tækifæri fyrir hinsegin ungmenni Hvert hinsegin ungmenni stefna í lífinu, hvað þau vilja fá út úr náminu sínu, hvað þau vilja starfa við að námi loknu er einnig jafn mikið alls konar og hjá öllum öðrum ungmennum. Og þau eiga rétt á sömu tækifærum, sömu aðstæðum til náms og sömu möguleikum á því að upplifa öryggi í skólanum sínum. Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Það er ljóst að starfsfólk skólanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Meðal þess sem kom fram í könnunni, hátt og skýrt, er að hinsegin ungmenni eru að biðja um námsefni og fræðslu sem ýtir undir sýnileika hinsegin fólks og hinseginleikans. Sem ýtir undir sýnileika þeirra sjálfra. Að tilvera þeirra sé viðurkennd til jafns við tilveru hinna. Hinseginfræðslu í skólakerfið Til þess að svo megi verða þarf hinseginfræðslu fyrir kennara og það þarf að tryggja að námsefnið endurspegli nútímann. Það er ekki nóg að kennaranemar sem hafa áhuga á kynjafræði og margbreytileika okkar mannfólksins, læri og skilji hvernig eigi að fást við þann sama margbreytileika í nemendahópum sínum. Stærðfræðikennarar, íþróttakennarar og jarðfræðikennarar þurfa að kunna þetta. Allir kennarar þurfa að kunna þetta – fyrir alla nemendur – og fyrir samfélagið okkar. Það er tímabært fyrir skólamálin okkar að koma úr skápnum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar