Svörum kallinu Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 20. nóvember 2020 11:02 Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Ekki aðeins úttekt vegna geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga líkt og gert var árið 2016 heldur að fela ríkisendurskoðanda að framkvæma heildarúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni í landinu þar sem slík úttekt hefur enn ekki farið fram. Ég, ásamt öðrum þingmönnum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokks hef þess vegna, með vísan til 17. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, óskað eftir því að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum eftir því að í skýrslunni komi fram stefna, skipulag, kostnaður og árangur í geðheilbrigðismálum. Undanfarið hefur verið fjallað um geðheilbrigði í fjölmiðlum. Geðhjálp hefur verið með herferð undir yfirskriftinni „39“ er táknar fjölda sjálfsvíga á síðasta ári og að meðaltali síðustu 10 ár. Með herferðinni voru einnig lagðar fram níu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang. Fyrsta aðgerðin sem Geðhjálp benti á var einmitt sú að gerð verði heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu. Við þessu ákalli erum við að bregðast með því að óska eftir úttekt ríkisendurskoðanda en úttektin er nauðsynleg svo hægt sé að ná utan um málaflokkinn og auka samhæfingu þeirra þriggja stoða sem eru á hendi ríkisins (sjúkrahús, heilsugæsla og sérfræðiþjónusta). Ætlunin er líka að úttektin taki til búsetu- og félagsþjónustu sveitarfélaga þannig að styrking hennar og samhæfing við þjónustu ríkisins verði auðsóttari. Með því að fá úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu verður til yfirsýn sem þarf að vera fyrir hendi til þess að geta séð hvar vel er staðið að málum og hvar þarf að gera betur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Alþingi Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Ekki aðeins úttekt vegna geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga líkt og gert var árið 2016 heldur að fela ríkisendurskoðanda að framkvæma heildarúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni í landinu þar sem slík úttekt hefur enn ekki farið fram. Ég, ásamt öðrum þingmönnum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokks hef þess vegna, með vísan til 17. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, óskað eftir því að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum eftir því að í skýrslunni komi fram stefna, skipulag, kostnaður og árangur í geðheilbrigðismálum. Undanfarið hefur verið fjallað um geðheilbrigði í fjölmiðlum. Geðhjálp hefur verið með herferð undir yfirskriftinni „39“ er táknar fjölda sjálfsvíga á síðasta ári og að meðaltali síðustu 10 ár. Með herferðinni voru einnig lagðar fram níu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang. Fyrsta aðgerðin sem Geðhjálp benti á var einmitt sú að gerð verði heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu. Við þessu ákalli erum við að bregðast með því að óska eftir úttekt ríkisendurskoðanda en úttektin er nauðsynleg svo hægt sé að ná utan um málaflokkinn og auka samhæfingu þeirra þriggja stoða sem eru á hendi ríkisins (sjúkrahús, heilsugæsla og sérfræðiþjónusta). Ætlunin er líka að úttektin taki til búsetu- og félagsþjónustu sveitarfélaga þannig að styrking hennar og samhæfing við þjónustu ríkisins verði auðsóttari. Með því að fá úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu verður til yfirsýn sem þarf að vera fyrir hendi til þess að geta séð hvar vel er staðið að málum og hvar þarf að gera betur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar