Sjónarsviptir að fyrrum stærsta útvarpssjónauka heims Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 21:31 Gervihnattarmynd sýnir greinilega skemmdirnar á Arecibo-útvarpssjónaukanum 17. nóvember 2020. Söfnunardiskurinn brotnaði þegar burðarkapall brást í ágúst. Vísir/AP Uppgötvun tifstjarna sem leiddi til Nóbelsverðlauna og leit að lífi utan sólkerfisins eru á meðal þess sem Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó færði heiminum. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að sjónarsviptir verði að sjónaukanum sem nú verður tekinn úr notkun vegna umtalsverðra skemmda sem hann hefur orðið fyrir. Vísindasjóður Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Arecibo-sjónaukinn á Karíbahafseyjunni Púertó Ríkó yrði tekinn úr notkun vegna þess að hann er við það að hrynja eftir að tveir burðarkaplar slitnuðu á undanförnum tveimur mánuðum. Sjónaukinn er 57 ára gamall og var þar til nýlega stærsti útvarpssjónaukinn á jörðinni, um 305 metra breiður. „Hann er sögufrægur og það verður sjónarsviptir að honum,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um Arecibo-útvarpssjónaukann. Stjarna í Hollywood-kvikmyndum Arecibo-sjónaukinn var líklega einn sá þekktasti í heiminum. Hann hefur meðal annars ratað í Hollywood-kvikmyndir eins og Bond-myndina „Goldeneye“ og „Contact“ sem byggði á vísindaskáldsögu Carls Sagan, stjörnufræðingsins dáða. Í síðarnefndu myndinni leikur Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster aðalsöguhetjuna sem er útvarpsstjörnufræðingur. Risavaxinn diskurinn, byggður í dæld innan um skógi vaxnar og fagurgrænar hlíðar, var þó meira en bara útlitið. Merkar vísindalegar uppgötvanir voru gerðar í Arecibo í gegnum árin en að minnsta kosti ein þeirra færði vísindamönnunum sem að henni stóð Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Arecibo-merkið svonefnda sem var sent út í geim árið 1974. Í því eru einfaldar myndir af sjónaukanum, manneskju og erfðaefni manna.SETI-stofnunin Þannig var Arecibo-útvarpssjónaukinn notaður til að finna tifstjörnu í fyrsta skipti. Tifstjörnur eru leifar sprengistjarna, gríðarlega massamikilla sólstjarna sem enda lífdaga sína með ógurlegum hvelli. „Þær snúast gríðarlega hratt og gefa frá sér púlsa sem er hægt að nema frá jörðinni. Þegar púlsarnir fundust á sínum tíma taldi fólk þá mögulega vera litla græna karla því þeir voru svo reglulegir,“ segir Sævar Helgi. Nóbelsverðlaunin voru veitt fyrir þá uppgötvun jafnvel þó að uppruna útvarpsbylgjupúlsins mætti ekki rekja til vitiborinna lífvera í öðru sólkerfi. Sendi mynd af sjálfum sér út í geiminn Leit að lífi var engu að síður á meðal stóru verkefna Arecibo-útvarpssjónaukans í gegnum árin. Hann var notaður til að skima fyrir útvarpsmerkjum sem gætu mögulega verið vísbendingar um vitsmunalíf í alheiminum. Sú leit hefur engan árangur borið til þessa. Ef til vill er þó ekki ástæða til að örvænta enn. Árið 1974 ákvað hópur vísindamanna með Carl Sagan fremstan í flokki að senda skilaboð út í geiminn. Einföld mynd af sjónaukanum, manneskju og erfðaefni manna var á meðal þess sem var að finna í skilaboðunum. Merkið var sent til kúluþyrpingarinnar Messier-13 sem er í um 25.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. „Þannig að skilaboðin koma ekki þangað fyrr en eftir 25.000 ár. Við gætum mögulega fengið svar eftir 50.000 ár ef einhver er þarna,“ segir Sævar Helgi. Sjónaukinn var einnig notaður til þess að leita að fjarreikistjörnum utan sólkerfisins okkar og jafnvel til að rannsaka nágrannareikistjörnur okkar í sólkerfinu. Ný kynslóð sjónauka tekur við keflinu Stjarnfræðirannsóknir á útvarpssviðinu eru ekki á flæðiskeri staddar þrátt fyrir brotthvarf Arecibo-sjónaukans. FAST-sjónaukinn í Kína hafði titilinn stærsti útvarpssjónauki í heimi af Arecibo þegar hann var tekinn í notkun árið 2016. Þeim titli hafði Arecibo haldið frá því að hann var tilbúinn árið 1963. Kínverski sjónaukinn er með fimm hundruð metra breiðan safndisk. Diskar ALMA-útvarpssjónaukans í Atacama-eyðimörkinni.Vísir/Getty Sævar Helgi bendir á að á undanförnum árum hafi fleiri útvarpssjónaukar bæst í flóruna, þar á meðal ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá sé nú beðið eftir Ferkílómetrasjónaukanum sem verður dreifður yfir Ástralíu og Suður-Afríku. „Það eru sjónaukar sem geta gert sams konar rannsóknir þannig að það er ekki öll nótt úti þótt þessi hverfi af sjónarsviðinu,“ segir hann. Rekstur eldri sjónauka oft erfiður Það sem varð Arecibo endanlega að falli voru skemmdir sem hann varð fyrir í fellibyljum og jarðskjálftum sem hafa gengið yfir Púertó Ríkó undanfarin ár, þar á meðal í fellibylnum Maríu sem olli miklum hörmungum á eyjunni árið 2017. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun. Við skiljum hversu mikla þýðingu Arecibo hefur fyrir samfélagið og Púertó Ríkó,“ sagði Sean Jones, aðstoðarforstöðumaður stærðfræði- og eðlisfræðivísinda hjá Vísindasjóði Bandaríkjanna. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins.Vísir/Baldur Til stendur að varðveita önnur mælitæki og gestastofu á svæðinu. Þau áform gætu þó breyst ef sjónaukinn hrynur endanlega, að sögn vísindaritsins Science. Sævar Helgi segir að áður en umfang skemmdanna nú hafi orðið ljóst hafi aðstandendur sjónaukans haft efasemdir um framtíð hans vegna viðhaldskostnaðar. „Það er kannski bara klassískt með gamla sjónauka þegar nýir eru teknir í notkun sem eru jafnvel betri getur oft verið erfitt að fjármagna áframhaldandi rannsóknir með þeim,“ segir hann. Ralph Gaume, forstöðumaður stjarnvísinda hjá Vísindasjóðnum, segir að ákvörðunin um að taka Arecibo úr notkun hafi ekkert með vísindaleg gæði sjónaukans að gera. „Þetta snýst allt um öryggi,“ segir hann. Á næstu vikum munu verkfræðinar taka sjónaukann út og ákvarða hvernig best er að taka hann í sundur. Til greina kemur að láta mælitæki sem hanga um 137 metrum yfir söfnunardisknum, í um tvöfaldri hæð Hallgrímskirkjuturns, falla viljandi niður á diskinn. Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufræði er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum upp losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerð á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. 18. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Uppgötvun tifstjarna sem leiddi til Nóbelsverðlauna og leit að lífi utan sólkerfisins eru á meðal þess sem Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó færði heiminum. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að sjónarsviptir verði að sjónaukanum sem nú verður tekinn úr notkun vegna umtalsverðra skemmda sem hann hefur orðið fyrir. Vísindasjóður Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Arecibo-sjónaukinn á Karíbahafseyjunni Púertó Ríkó yrði tekinn úr notkun vegna þess að hann er við það að hrynja eftir að tveir burðarkaplar slitnuðu á undanförnum tveimur mánuðum. Sjónaukinn er 57 ára gamall og var þar til nýlega stærsti útvarpssjónaukinn á jörðinni, um 305 metra breiður. „Hann er sögufrægur og það verður sjónarsviptir að honum,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um Arecibo-útvarpssjónaukann. Stjarna í Hollywood-kvikmyndum Arecibo-sjónaukinn var líklega einn sá þekktasti í heiminum. Hann hefur meðal annars ratað í Hollywood-kvikmyndir eins og Bond-myndina „Goldeneye“ og „Contact“ sem byggði á vísindaskáldsögu Carls Sagan, stjörnufræðingsins dáða. Í síðarnefndu myndinni leikur Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster aðalsöguhetjuna sem er útvarpsstjörnufræðingur. Risavaxinn diskurinn, byggður í dæld innan um skógi vaxnar og fagurgrænar hlíðar, var þó meira en bara útlitið. Merkar vísindalegar uppgötvanir voru gerðar í Arecibo í gegnum árin en að minnsta kosti ein þeirra færði vísindamönnunum sem að henni stóð Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Arecibo-merkið svonefnda sem var sent út í geim árið 1974. Í því eru einfaldar myndir af sjónaukanum, manneskju og erfðaefni manna.SETI-stofnunin Þannig var Arecibo-útvarpssjónaukinn notaður til að finna tifstjörnu í fyrsta skipti. Tifstjörnur eru leifar sprengistjarna, gríðarlega massamikilla sólstjarna sem enda lífdaga sína með ógurlegum hvelli. „Þær snúast gríðarlega hratt og gefa frá sér púlsa sem er hægt að nema frá jörðinni. Þegar púlsarnir fundust á sínum tíma taldi fólk þá mögulega vera litla græna karla því þeir voru svo reglulegir,“ segir Sævar Helgi. Nóbelsverðlaunin voru veitt fyrir þá uppgötvun jafnvel þó að uppruna útvarpsbylgjupúlsins mætti ekki rekja til vitiborinna lífvera í öðru sólkerfi. Sendi mynd af sjálfum sér út í geiminn Leit að lífi var engu að síður á meðal stóru verkefna Arecibo-útvarpssjónaukans í gegnum árin. Hann var notaður til að skima fyrir útvarpsmerkjum sem gætu mögulega verið vísbendingar um vitsmunalíf í alheiminum. Sú leit hefur engan árangur borið til þessa. Ef til vill er þó ekki ástæða til að örvænta enn. Árið 1974 ákvað hópur vísindamanna með Carl Sagan fremstan í flokki að senda skilaboð út í geiminn. Einföld mynd af sjónaukanum, manneskju og erfðaefni manna var á meðal þess sem var að finna í skilaboðunum. Merkið var sent til kúluþyrpingarinnar Messier-13 sem er í um 25.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. „Þannig að skilaboðin koma ekki þangað fyrr en eftir 25.000 ár. Við gætum mögulega fengið svar eftir 50.000 ár ef einhver er þarna,“ segir Sævar Helgi. Sjónaukinn var einnig notaður til þess að leita að fjarreikistjörnum utan sólkerfisins okkar og jafnvel til að rannsaka nágrannareikistjörnur okkar í sólkerfinu. Ný kynslóð sjónauka tekur við keflinu Stjarnfræðirannsóknir á útvarpssviðinu eru ekki á flæðiskeri staddar þrátt fyrir brotthvarf Arecibo-sjónaukans. FAST-sjónaukinn í Kína hafði titilinn stærsti útvarpssjónauki í heimi af Arecibo þegar hann var tekinn í notkun árið 2016. Þeim titli hafði Arecibo haldið frá því að hann var tilbúinn árið 1963. Kínverski sjónaukinn er með fimm hundruð metra breiðan safndisk. Diskar ALMA-útvarpssjónaukans í Atacama-eyðimörkinni.Vísir/Getty Sævar Helgi bendir á að á undanförnum árum hafi fleiri útvarpssjónaukar bæst í flóruna, þar á meðal ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá sé nú beðið eftir Ferkílómetrasjónaukanum sem verður dreifður yfir Ástralíu og Suður-Afríku. „Það eru sjónaukar sem geta gert sams konar rannsóknir þannig að það er ekki öll nótt úti þótt þessi hverfi af sjónarsviðinu,“ segir hann. Rekstur eldri sjónauka oft erfiður Það sem varð Arecibo endanlega að falli voru skemmdir sem hann varð fyrir í fellibyljum og jarðskjálftum sem hafa gengið yfir Púertó Ríkó undanfarin ár, þar á meðal í fellibylnum Maríu sem olli miklum hörmungum á eyjunni árið 2017. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun. Við skiljum hversu mikla þýðingu Arecibo hefur fyrir samfélagið og Púertó Ríkó,“ sagði Sean Jones, aðstoðarforstöðumaður stærðfræði- og eðlisfræðivísinda hjá Vísindasjóði Bandaríkjanna. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins.Vísir/Baldur Til stendur að varðveita önnur mælitæki og gestastofu á svæðinu. Þau áform gætu þó breyst ef sjónaukinn hrynur endanlega, að sögn vísindaritsins Science. Sævar Helgi segir að áður en umfang skemmdanna nú hafi orðið ljóst hafi aðstandendur sjónaukans haft efasemdir um framtíð hans vegna viðhaldskostnaðar. „Það er kannski bara klassískt með gamla sjónauka þegar nýir eru teknir í notkun sem eru jafnvel betri getur oft verið erfitt að fjármagna áframhaldandi rannsóknir með þeim,“ segir hann. Ralph Gaume, forstöðumaður stjarnvísinda hjá Vísindasjóðnum, segir að ákvörðunin um að taka Arecibo úr notkun hafi ekkert með vísindaleg gæði sjónaukans að gera. „Þetta snýst allt um öryggi,“ segir hann. Á næstu vikum munu verkfræðinar taka sjónaukann út og ákvarða hvernig best er að taka hann í sundur. Til greina kemur að láta mælitæki sem hanga um 137 metrum yfir söfnunardisknum, í um tvöfaldri hæð Hallgrímskirkjuturns, falla viljandi niður á diskinn.
Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufræði er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum upp losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerð á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. 18. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufræði er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum upp losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerð á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. 18. nóvember 2020 23:00