Vel gert foreldrar! Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:00 Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun