Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 16:31 Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, og drottningin Suthida, hittu stuðningsmenn konungsfjölskyldunnar í dag. AP/Rapeephat Sitichailapa Þúsundir mótmælenda í Taílandi hafa krafist þess að Maha Vajiralongkorn, konungur landsins, láti auð konungsfjölskyldunnar eftir. Auður þessi er talinn vera metinn á hundruð milljarða króna en hann hefur ekki verið gerður opinber. Umfangsmikil mótmæli gegn stjórnvöldum landsins hafa farið fram í Taílandi á undanförnum mánuðum og hafa þau meðal annars beinst gegn konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Sjá einnig: Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa nokkrir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir á þeim grundvelli og gætu þeir verið dæmdir í fangelsi til allt að fimmtán ára. Þúsundir mótmælenda komu saman við höfuðstöðvar Siam bankans og kröfðust þess að auðæfi konungsfjölskyldu Taílands rynnu til ríkissjóðs landsins.AP/Wason Wanichakorn Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar komu þúsundir mótmælenda saman við höfuðstöðvar Siam bankans í Bangkok í dag. Konungurinn á 23 prósent í bankanum og er sá eignarhluti metinn á 2,3 milljarða dala. Mótmælin voru færð þangað eftir að lögreglan byggði virki úr gámum og gaddavír í kringum stofnunina sem heldur utan um eigur konungsfjölskyldunnar. Lögreglan segir mótmælendur hafa verið um átta þúsund. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Meðal þess sem mótmælendur sögðust vilja er að hlutur konungsins í bankanum væri í eigu ríkisins svo hægt væri að nota arðinn þaðan til að bæta líf Taílendinga. Aðrir sögðu það móðgandi að þau greiddu skatta sem rynnu í vasa konungsins og hann eyddi þeim svo í lúxuslíf sitt. Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56 Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Þúsundir mótmælenda í Taílandi hafa krafist þess að Maha Vajiralongkorn, konungur landsins, láti auð konungsfjölskyldunnar eftir. Auður þessi er talinn vera metinn á hundruð milljarða króna en hann hefur ekki verið gerður opinber. Umfangsmikil mótmæli gegn stjórnvöldum landsins hafa farið fram í Taílandi á undanförnum mánuðum og hafa þau meðal annars beinst gegn konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Sjá einnig: Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa nokkrir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir á þeim grundvelli og gætu þeir verið dæmdir í fangelsi til allt að fimmtán ára. Þúsundir mótmælenda komu saman við höfuðstöðvar Siam bankans og kröfðust þess að auðæfi konungsfjölskyldu Taílands rynnu til ríkissjóðs landsins.AP/Wason Wanichakorn Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar komu þúsundir mótmælenda saman við höfuðstöðvar Siam bankans í Bangkok í dag. Konungurinn á 23 prósent í bankanum og er sá eignarhluti metinn á 2,3 milljarða dala. Mótmælin voru færð þangað eftir að lögreglan byggði virki úr gámum og gaddavír í kringum stofnunina sem heldur utan um eigur konungsfjölskyldunnar. Lögreglan segir mótmælendur hafa verið um átta þúsund. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Meðal þess sem mótmælendur sögðust vilja er að hlutur konungsins í bankanum væri í eigu ríkisins svo hægt væri að nota arðinn þaðan til að bæta líf Taílendinga. Aðrir sögðu það móðgandi að þau greiddu skatta sem rynnu í vasa konungsins og hann eyddi þeim svo í lúxuslíf sitt.
Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56 Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04
Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56
Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35