Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2020 22:46 Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., í vinnslusalnum sem verið er að innrétta. Egill Aðalsteinsson Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Í húsi við höfnina, sem Hjálmur hf. byggði upphaflega, og lengi var Fiskvinnslan Kambur, eru iðnaðarmenn á fullu að búa það undir ný verkefni. „Hér erum við að standsetja vinnslu og þurrkun á fyrst og fremst sæbjúgum, ásamt roði og hryggjum og öðru hráefni sem fellur til í hafinu,“ segir sjávarútvegsfræðingurinn Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., en svo heitir félagið um starfsemina. Frá Flateyri.Egill Aðalsteinsson Vestfirsk fyrirtæki í sjávarútvegi, eins og Fiskvinnslan Íslandssaga, Klofningur og Aurora Seafood, standa að verkefninu í samstarfi við Byggðastofnun og fengu á móti 400 tonna byggðakvóta. „Við erum einnig í útgerð og gerum út skipið Tindur ÍS, sem veiðir fyrir okkur bolfisk og sæbjúgur,“ segir Anton. Og ef allt gengur upp verður þetta stærsta fyrirtæki Flateyrar. „Við stefnum á að geta skapað hér á Flateyri utan um fyrirtækið 20 til 30 störf – þá kannski um 15 störf í vinnslunni sjálfri,“ segir Anton og kveðst viss um að finna nóg af fólki til starfa. „Já, já, já. Það er nóg af fólki sem er tilbúið til að vinna við þetta. Við erum þegar búnir að óska eftir starfsfólki og kom alveg haugur af fólki sem var tilbúið til að vinna fyrir okkur.“ Sæbjúgnavinnslan verður í þessu húsi á Flateyrarodda.Egill Aðalsteinsson Í næsta húsi við hliðina á svo að vinna landbúnaðarafurðir. „Vinnsla og þurrkun á lambahornum sem við fáum frá sláturhúsunum. Það gefur okkur einnig kannski 4-5 störf. Þannig að þetta eru á bilinu 20 til 30 störf í það heila,“ segir framkvæmdastjóri Vestfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Byggðamál Nýsköpun Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Í húsi við höfnina, sem Hjálmur hf. byggði upphaflega, og lengi var Fiskvinnslan Kambur, eru iðnaðarmenn á fullu að búa það undir ný verkefni. „Hér erum við að standsetja vinnslu og þurrkun á fyrst og fremst sæbjúgum, ásamt roði og hryggjum og öðru hráefni sem fellur til í hafinu,“ segir sjávarútvegsfræðingurinn Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., en svo heitir félagið um starfsemina. Frá Flateyri.Egill Aðalsteinsson Vestfirsk fyrirtæki í sjávarútvegi, eins og Fiskvinnslan Íslandssaga, Klofningur og Aurora Seafood, standa að verkefninu í samstarfi við Byggðastofnun og fengu á móti 400 tonna byggðakvóta. „Við erum einnig í útgerð og gerum út skipið Tindur ÍS, sem veiðir fyrir okkur bolfisk og sæbjúgur,“ segir Anton. Og ef allt gengur upp verður þetta stærsta fyrirtæki Flateyrar. „Við stefnum á að geta skapað hér á Flateyri utan um fyrirtækið 20 til 30 störf – þá kannski um 15 störf í vinnslunni sjálfri,“ segir Anton og kveðst viss um að finna nóg af fólki til starfa. „Já, já, já. Það er nóg af fólki sem er tilbúið til að vinna við þetta. Við erum þegar búnir að óska eftir starfsfólki og kom alveg haugur af fólki sem var tilbúið til að vinna fyrir okkur.“ Sæbjúgnavinnslan verður í þessu húsi á Flateyrarodda.Egill Aðalsteinsson Í næsta húsi við hliðina á svo að vinna landbúnaðarafurðir. „Vinnsla og þurrkun á lambahornum sem við fáum frá sláturhúsunum. Það gefur okkur einnig kannski 4-5 störf. Þannig að þetta eru á bilinu 20 til 30 störf í það heila,“ segir framkvæmdastjóri Vestfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Byggðamál Nýsköpun Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira