Íbúar Fucking langþreyttir á gríninu og breyta nafni bæjarins Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2020 07:33 Íbúar Fucking telja um hundrað. Bæinn er að finna nokkuð norður af Salzburg. Getty Íbúar í austurríska bænum Fucking hafa ákveðið að breyta nafni bæjarins eftir að hafa verið skotspónn grínista í netheimum um margra ára skeið. Frá áramótum mun bærinn bera nafnið Fugging og er ljóst einhverjir munu syrgja nafnabreytinguna. Nafn bæjarins, sem er að finna norður af Salzburg, nærri landamærunum að Þýskalandi, hefur leitt til straums ferðamanna í gegnum árin sem hefðu líklegast alla jafna ekki lagt leið sína þangað. En þetta óheppilega nafn, sem hefur þó verið notað í um þúsund ár, hefur einnig leitt til þess að óprúttnir aðilar hafi ítrekað stolið götuskiltum með nafni bæjarins og hefur kostnaður við endurnýjun fallið á bæjarbúa. Sömuleiðis hefur verið talsvert ónæði af gestum sem hafa látið mynda sig við skiltin. Andrea Holzner bæjarstjóri greindi frá því í gær í samtali við Ö24 að ákvörðun hafi verið tekin um að nafni bæjarins skyldi breytt í Fugging frá og með 1. janúar næstkomandi. Alls búa um hundrað manns í Fucking og hefur meirihlutinn lengi þrýst á um nafnabreytingu. Það var fyrst með komu internetsins sem augu fólks fóru að beinast að Fucking, sem hafði fram að því að mestu sloppið við athygli heimsbyggðarinnar. Var bænum ítrekað komið fyrir á listum yfir bæi með óheppileg nöfn, og skipaði raunar oft á tíðum efsta sæti slíkra lista. DW segir frá því að Fugging lýsi betur framburði heimamanna á bæjarheitinu. Enn hafa ekki borist fréttir af því hvaða áhrif nafnabreytingin kunni að hafa á nágrannabæina Oberfucking og Unterfucking. Austurríki Grín og gaman Tengdar fréttir Íbúar Asbestos samþykkja nafnabreytingu Íbúar í kanadíska smábænum Asbestos hafa náð saman um nýtt nafn á bænum og þar með sagt skilið við nafnið sem það fékk á námuvinnsluárum á átjándu öld. 20. október 2020 08:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Nafn bæjarins, sem er að finna norður af Salzburg, nærri landamærunum að Þýskalandi, hefur leitt til straums ferðamanna í gegnum árin sem hefðu líklegast alla jafna ekki lagt leið sína þangað. En þetta óheppilega nafn, sem hefur þó verið notað í um þúsund ár, hefur einnig leitt til þess að óprúttnir aðilar hafi ítrekað stolið götuskiltum með nafni bæjarins og hefur kostnaður við endurnýjun fallið á bæjarbúa. Sömuleiðis hefur verið talsvert ónæði af gestum sem hafa látið mynda sig við skiltin. Andrea Holzner bæjarstjóri greindi frá því í gær í samtali við Ö24 að ákvörðun hafi verið tekin um að nafni bæjarins skyldi breytt í Fugging frá og með 1. janúar næstkomandi. Alls búa um hundrað manns í Fucking og hefur meirihlutinn lengi þrýst á um nafnabreytingu. Það var fyrst með komu internetsins sem augu fólks fóru að beinast að Fucking, sem hafði fram að því að mestu sloppið við athygli heimsbyggðarinnar. Var bænum ítrekað komið fyrir á listum yfir bæi með óheppileg nöfn, og skipaði raunar oft á tíðum efsta sæti slíkra lista. DW segir frá því að Fugging lýsi betur framburði heimamanna á bæjarheitinu. Enn hafa ekki borist fréttir af því hvaða áhrif nafnabreytingin kunni að hafa á nágrannabæina Oberfucking og Unterfucking.
Austurríki Grín og gaman Tengdar fréttir Íbúar Asbestos samþykkja nafnabreytingu Íbúar í kanadíska smábænum Asbestos hafa náð saman um nýtt nafn á bænum og þar með sagt skilið við nafnið sem það fékk á námuvinnsluárum á átjándu öld. 20. október 2020 08:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Íbúar Asbestos samþykkja nafnabreytingu Íbúar í kanadíska smábænum Asbestos hafa náð saman um nýtt nafn á bænum og þar með sagt skilið við nafnið sem það fékk á námuvinnsluárum á átjándu öld. 20. október 2020 08:15