Erfitt fyrir foreldra að börnin séu ekki í öryggi fjölskyldunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2020 22:15 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Egill Aðalsteinsson Mikil fólksfækkun hefur orðið í Reykhólahreppi á árinu en þar hefur íbúum fækkað um tíu prósent. Sveitarstjórinn telur eina skýringuna þá að fjölskyldur flytja fremur en að senda unglingana að heiman í framhaldsnám. Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér: Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér:
Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03