Van Houten var dæmd til dauða fyrir að hafa drepið Rosemary og Leno LaBianca á heimili þeirra í Los Angeles í ágúst 1969. Hún var þá nítján ára og yngst í þeirri sveit sem stýrt var af Manson. Dómnum yfir Van Houten var breytt í lífstíðarfangelsi árið 1978.
Beiðni Van Houten um reynslulausn fékk samþykki nefndar sem fer með slík mál í júlí síðastliðinn, en ríkisstjórinn Gary Newsom segir samfélaginu þó enn stafa hætta af hinni 71 árs Van Houten.
„Sé litið til öfgafulls eðlis þess glæps sem hún átti þátt í að fremja, þá tel ég hana ekki hafa sýnt fram á nægileganskilning á því sem fékk hana til að taka þátt í illum vígum Manson-fjölskyldunnar,“ skrifar Newsom.
Þetta er í fjórða sinn sem ríkisstjóri snýr við tillögu nefndarinnar um að veita Van Houten reynslulausn. Lögmaður Van Houten segir að ákvörðun Newsom verði áfrýjað.
Charles Manson dó í fangelsi árið 2017, þá 83 ára að aldri.