Komum í veg fyrir varanlegt tjón! Kári Gautason skrifar 4. desember 2020 17:01 Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Kári Gautason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar