Frakkland vann eins marks sigur, 24-23 á meðan Króatía vann tveggja marka sigur, 24-22.
Leikur Frakklands og Svartfjallalands í A-riðli var háspennuleikur frá fyrstu mínútu. Hvorugt liðið náði almennilegri fótfestu og leikurinn stál í stál allt þangað til flautað var til leiksloka. Svartfellingar voru einu marki yfir í hálfleik, 12-11 en Frakkland sneri leiknum sér í vil í síðari hálfleik og van eins marks sigur eins og áður sagði.
Lokatölur 24-23 og Frakkar komnir með fyrstu tvö stigin sín á mótinu.
Mörk franska liðsins dreifðust allsvakalega en enginn leikmaður liðsins skoraði meira en þrjú mörk í leiknum. Alls voru þó fjórir leikmenn sem skoruðu þrjú mörk hver, það voru þær Chloe Valentin, Aissatou Kouyate, Kalidiatou Niakate og Flippes Laura.
Hjá Svartfellingum voru Jovanka Radicevic og Majda Mehemedovic með fimm mörk hvor.
Í C-riðli vann Króatía tveggja marka sigur á Ungverjalandi, 24-22, eftir að staðan var jöfn 12-12 í hálfleik. Katrin Gitta Klujber var mögnuð í liði Ungverjalands og skoraði níu mörk en það dugði ekki að þessu sinni. Hjá Króatíu var Camila Micijevic með fjögur mörk.