Fjórtán reknir úr bandaríska hernum eftir dauða Guillen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:54 Guillen hvarf í lok aprílmánaðar af herstöðinni Fort Hood. Lík hennar fannst ekki fyrr en í lok júní. Getty/Rich Fury Bandaríski herinn hefur ákveðið að reka eða víkja fjórtán hermönnum frá Fort Hood herstöðinni frá störfum. Um er að ræða bæði yfirmenn í hernum og lægra setta hermenn. Að sögn hersins hafa þeir verið reknir vegna ítrekaðs ofbeldis, þar á meðal morða og kynferðisbrota, á stöðinni. Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf. Bandaríkin Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf.
Bandaríkin Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira